Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 130

Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Í nýrri GEM-könnun um frumkvöðlastarfsemi kem- ur í ljós að konur mynda tæpan þriðjung þeirra sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Þetta er íhugunarefni þar sem þetta er mun lægra hlutfall en þekkist erlendis. Hugsanleg skýring er að konur teljist ekki eins trúverðugir frumkvöðlar og karl- ar, sem kemur m.a. fram í því að þær hafi ekki sama aðgang að fjármagni og þeir. Það er alþjóðlega rannsóknarsamstarfið Global Entrepreneurship Monitor (GEM) sem stendur fyrir þessum samanburðar- rannsóknum og hefur þessi könnun farið fram undanfarin sjö ár. Frum- kvöðlastarfsemi allt að 40 ólíkra landa hefur verið könnuð árlega á sambæri- legan hátt auk þess sem í hverju þátt- tökulandi er unnin skýrsla þar sem kafað er dýpra í niðurstöðurnar. Rögnvaldur J.Sæmundsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar skólans í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, ber veg og vanda að rannsókninni hérlendis. Árið 2005 undirbjuggu 8,5% landsmanna á aldrinum 18-64 ára nýja viðskiptastarfsemi en 2,7% höfðu hafið viðskiptastarfsemi á síðustu 3 1/2 ári áður en könnunin var lögð fyrir. Alls töldust um 20 þúsund Íslendingar á aldrinum 18-64 ára eða 10,7%, stunda frumkvöðlastarfsemi, þar af þriðjungur frá 35-44 ára. Umfang frumkvöðlastarfsemi á Íslandi þetta ár var meiri en í flestum löndum í heiminum, en munurinn á kynjunum var líka með mesta móti á Íslandi. – Í GEM-könnuninni kemur í ljós að konur mynda tæpan þriðjung þeirra sem taka þátt í frumkvöðlastarf- semi hér á landi? Hvaða skýringar eru hugsanlegar á mun lægri tíðni kvenna en karla í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi? „Enn vitum við ekki með vissu af hverju frum- kvöðlastarfsemi er minni meðal kvenna en karla á Íslandi. Hugsanleg skýring er að konur teljist ekki eins trúverðug- ir frumkvöðlar og karlar, sem kemur m.a. fram í því að þær hafi ekki sama aðgang að fjármagni og karlar,“ segir Rögnvaldur. „Vandinn felst í því að þeir mælikvarðar, sem not- aðir eru til þess að meta trúverðugleika þess sem vill stofna fyrirtæki, eru oft óhagstæðir konum. Sem dæmi um slíka mælikvarða má nefna eignir, tekjur, menntun, fyrri reynslu af frumkvöðlastarfsemi, markmið með stofnun fyrirtækis og tegund viðskiptastarfsemi.“ – Var kannað hvort munur væri á algengi frum- kvöðlastarfs kvenna eftir starfsgreinum? Er það t.d. al- gengara að konur sé frumkvöðlar í verslun og þjónustu en á tækniþróunar- og rannsóknasviði eða öfugt? Er munur á kynjunum hvað þetta varðar? „Þetta eru mjög áhugaverðar spurningar sem við hyggjumst leita svara við á næstunni. Hingað til höfum HVERS VEGNA? Í nýrri könnun kemur fram að íslenskar konur eru eftirbátar karla í frum- kvöðlastarfsemi, þ.e. að stofna fyrirtæki og hefja starfsemi í viðskipta- lífinu. Konur á Íslandi eru einnig eftirbátar kynsystra sinna erlendis í þessum efnum. En hvers vegna er þetta svona? TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR • MYND: GEIR ÓLAFSSON Það er eftirtektarvert að á Íslandi er aðeins fjórðungur frumkvöðla með háskólapróf. F R U M K V Ö Ð L A S T A R F S E M I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.