Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 74

Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 Baróninn á Hvítárvöllum, öllu heldur karafla sem var í eigu hans, er innblástur- inn að baki skartgripalínu sem Hendrikka Waage hefur hannað og komið á framfæri í Englandi. Regluleg umfjöllun í tískudálkum breskra fjölmiðla sýnir að Hendrikka hefur átt erindi sem erfiði inn á þennan erfiða markað - skartgripahönnun hennar skiptist í nokkrar línur og alls eru skartgripir hennar seldir í um 120 búðum. Ólíkt því sem oft er með hönnuði er Hendrikka ekki með hönnunarnám að baki heldur er hún með bandaríska meistara- gráðu í alþjóðaviðskiptum. Listaáhuginn er þó til staðar og hún hefur verið að bæta við sig listasögu í Oxford. Sem ung bjó hún meðal annars í Japan. Eftir að hafa unnið viðskiptatengd störf, til dæmis sem markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í Moskvu 1997-99 og svo fyrir tölvufyrirtæki hér í Englandi ákvað hún að freista gæfunnar í því sem hugurinn stóð til og bjóða upp á áberandi skartgripi á við- ráðanlegu verði. Hún er bæði með dýra og ódýra línu. Störf í viðskiptalífinu hafa gagnast Hend- rikku vel, hún hefur fullan skilning á því að markaðsfærsla byggist ekki síst á að gæða L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Kristín Pétursdóttir aðstoðarforstjóri Sin- ger & Friedlander bankans sem Kaupþing banki á. Kristín er með þekktari konum í ís- lenskum viðskiptaheimi - en kýs örugglega heldur að sjá sig í öðru og víðara samhengi en kvennasamhengi: er jafnan snögg upp á lagið þegar talið berst að konum í viðskipt- um, finnst að það efni eigi að ræða jafnt við karla og konur, aldrei séu menn spurðir að því hvernig sé að vera karlmaður í við- skiptaheiminum! Hjá Singer vinna um 400 manns, þegar Kaupþing og Singer sameinast í nýja hús- næðinu í Regentstræti, yfir Applebúðinni þar, verða starfsmennirnir um 500 og mun vísast fljótt fjölga í 600 manns. Hér glímir Kristín við að búa til eina einingu úr þess- um tveimur afar ólíkum fyrirtækjum - Singer einkenndist af „hírarkíi“ og skrifræði sem var að sliga fyrirtækið og stöðugum fundum og skýrslugerðum um allt og ekkert. Eins og gerist þegar fyrirtækjum er svipt inn í viðamikil breytingarferli fara breytingarnar ekki vel í alla en stór hópur sér þó bæði tækifæri og möguleika í breytingunum. Ytri umgjörð umbreytinganna er að við flutning- inn flytur Singer-starfsfólkið úr litlum lokuð- um skrifstofum yfir í opið vinnurými sem er kjarninn í Kaupþings-kúltúrnum. Formfesta er Íslendingum framandleg og margir sjá hana sem neikvæðan þátt í er- lendu starfsumhverfi, til dæmis því breska. Kristín er þó á því að Íslendingar geti almennt lært ögn af Bretum, sakaði ekki að fá smá formfestu inn í íslenskt vinnuum- hverfi því Íslendingar séu almennt frekar óskipulagðir. Kristín er þekkt sem mikil keppniskona, lék handbolta á yngri árum og er núna harðsnúin kylfingur. Hún þykir jákvæð og markviss, enda ljóst að þessir og aðrir hæfi- leikar hafa skilað henni þangað sem hún er nú. Eiginmaður hennar er íslenskur, vinnur heima við og er því kjarninn í heimilishaldi fjölskyldunnar - þau Kristín eiga tvö börn og búa í grænu úthverfi í Suður-London þar sem ýmsar íslenskar fjölskyldur hafa kom- ið sér fyrir og frítíminn fer mest í samveru með fjölskyldunni. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR HENDRIKKA WAAGE Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans, vinnur nú að því að móta þennan forna breska banka sem Kaupþing banka í nýjum húsakynnum við Regentstræti. HENDRIKKA WAAGE rekur fyrirtæki í London sem hannar skartgripi. Karafla sem var í eigu barónsins á Hvítárvöllum er innblásturinn að baki skartgripalínu hennar. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans, vinnur að því að sameina bankann Kaupþingi í London.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.