Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 39

Frjáls verslun - 01.05.2006, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 39 ÁHRIFA MESTU 20ÁHRIFAMESTU 20 Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR forstjóri Byko Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, hefur eðlilega verið minna í sviðsljósinu eftir að hún hætti sem bæjarstjóri í Garðabæ snemma á síðasta ári og gerð- ist forstjóri Byko. Sem forstjóri stærstu byggingavöruverslunar landsins og stórs vinnustaðar eru áhrif hennar mikil. Undir rekstur Byko heyrir líka Elko, Húsgagnahöllin og Intersport. Þá er Byko með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi. Byko er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Norvikur sem Jón Helgi Guð- mundsson stýrir og er aðaleig- andi að. Ásdís Halla var í byrjun ársins valin kona ársins 2006 í viðskiptalífinu af Félagi kvenna í atvinnurekstri. Hún hefur um ára- bil látið að sér kveða í umræð- unni um stjórnun, stjórnendur og leiðtoga og eftir hana kom út bókin Í hlutverki leiðtogans árið 2000. „Hæfileiki til að laga sig hratt og vel að ólíkum aðstæð- um er það sem helst einkennir góðan stjórnanda. Góður stjórn- andi er einstaklingur sem les aðstæður vel og beitir síðan þeim aðferðum sem duga til að ná árangri við þær aðstæður. Í því felst að viðkomandi þarf að geta hagað seglum eftir vindi, verið harður, mjúkur, lýðræðis- legur, fastur fyrir, fljótur að taka ákvarðanir, þolinmóður eða hvað annað sem tilteknar aðstæður kalla á,“ segir Ásdís Halla. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. KATRÍN PÉTURSDÓTTIR forstjóri Lýsis Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, hefur haft mikil áhrif sem sterk fyrirmynd í viðskiptalífinu og eftir því hefur verið tekið hve röggsamur stjórnandi hún er. Hún situr í framkvæmda- stjórn Viðskiptaráðsins og hefur látið til sín taka þar. Hún situr líka í Háskólaráði HR og í Útflutningsráði. Þá er hún í stjórn FKA. Katrín þykir afskap- lega skemmtilegur ræðumaður og FKA valdi hana sem konu ársins 2005 í viðskiptalífinu. „Ég legg mesta áherslu á gott samstarf við mína nán- ustu samstarfsmenn. Regluleg stefnumörkun er nauðsynleg og að starfsmenn séu vel upplýstir um hvert ferðinni er heitið á hverjum tíma. Þegar stefnan er skýr þarf jafnframt að upp- lýsa alla um árangur og hvern- ig miðar í þá átt að ná þeim árangri sem ætlast er til. Við höfum því okkar mælikvarða sem farið er yfir mánaðarlega og metum stöðuna út frá þeim. Þörfin á því að skoða þessa mælikvarða svo ört er til að geta gripið inn í þróun á frum- stigum. Eins finnst mér miklu máli skipta að starfsmenn hafi greiðan aðgang að skjótum ákvörðunum,“ segir Katrín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.