Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 14
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR röntgengeisla, afstæðiskenninguna, hugarstarf mannsins, rúm og tíma, skor- kvikindi, frumeindirnar, lífsskilyrði á öðrum hnöttum, uppruna lífsins og kerfi stjarnanna. Hér er sannarlega einstæð bók: þrungin að efni, einstök að fjölbreytni, spenningi, undrunarefnum, jafnvel fyndni, — og það er eins og töfrar, fegurð og leyndardómur umleiki allt efni hennar. Og eitt enn vekur sérstaka athygli: bjartsýni þessa verks. A tímum sem þessum, er einlægt klingja í eyrum manna frásagnir af múgmorðum og glæpa- starfsemi, af eyðileggingu verðmæta, af spillingu mannfólksins, af vantrú á framtíð og eðli mannsins, held ég engin bók geti verið hollari og áhrifameiri til að lífga við trú á manninn og trú á framtíðina. Hún sannar mönnum ekki einasta, hve dýrlegur, undraverður og óendanlega fullur af ráðgátum, dýpt og fegurð heimurinn er, heldur einnig, hve starf mannsins, er hann beitir hugviti sínu og anda til að auðga líf sitt að þekkingu, er óumræðilega árangursríkt og veitir ólakmörkuð skilyrði til að gera líf okkar á jörðinni bjart og ham- ingjusamt og fullt af unaði og gleði. Hér þarf ekki frekari lýsingar á hókinni. Við eigum aðeins eina ósk í sam- bandi við hana: Undur veraldar verður að komast í eigu allra félagsmanna í Máli og menningu. En hverng getur það orðið? Undur veraldar er stærri hók en svo, að hægt sé að gefa hana út með öðr- um félagsbókum, nema skipta lienni á mörg ár. Þó að við hefðum tekið það ráð að hækka árgjaldið um helming, eins og ýmsir félagsmenn hafa verið að hvetja okkur til, hefði sú hækkun ekki nærri hrokkið til fyrir útgáfukostnaði hennar, auk þess sem við teldum slíka ráðstöfun alltof djarfa, nema hafa vissu fyrir því, að meiri hluti félagsmanna og Iielzt sem flestir félagsmenn væru henni samþykkir. Stjórn Máls og menningar hefur því liafnað þessari leið. En samt ætlum við okkur að koma bókinni í hendur félagsmanna, og það allri í einu, og helzt strax á þessu ári eða fyrri hluta næsta árs, og ennfremur fyrir svo lágt verð, að félagsmenn ættu ekki kost á henni öllu ódýrari, þó hún hefði verið gerð að félagsbók. Og hvernig á að koma því í framkvæmd? Ofur einfaldlega á þann hátt, að allir jélagsmenn gerast kaupendur að bókinni með frjálsum áskriftum, eins og að Arfi Islendinga. Svo framarlega sem allir fé- lagsmenn gerast kaupendur hennar, getum við vitanlega selt hana tiltölulega jafn ódýra sem félagsbækurnar sjálfar, þar sem hún yrði þá prentuð í eins háu upplagi. Og við vitum fyrirfram, að þetta verður svo. Bókin er þess eðlis, að þeir félagsmenn verða ekki margir, sem vilja vera án hennar. Ahugi þeirra hefur aldrei brugðizt okkur, þegar við höfum boðið þeim verk, sem við gátum mælt jafn eindregið með. Hve ódýrt getur þá þetla þúsund síðna rit orðið? Félagsmenn hafa það sjálfir á valdi sínu. Ef 4000 þeirra eða fleiri gerast kaupendur þess, getur verðið komizt niður í 50 krónur. Og hver er sá félags- maður, sem ekki vill leggja fram þessa upphæð til að gera Máli og rnenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.