Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 16
6
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
sýknt og heilagt. Enguni páfa dytti í hug að fyrirskipa Te Deum á hverjum
degi árið um kring.
Auk þess sem Ó guð vors lands er hátíðalofsöngur, en ekki þjóðsöngur,
hefur lagið sem vænta mátti fæst þau eigindi, sem geti gert það alþýðlegt.
Til dæntis hefur lagið svo vítt tónsvið, hvorki meira né minna en þrettán tón-
bil, að það er óhæft til söngs fyrir ahnenning. Enginn þjóðsöngur í víðri
veröld hefur svo óhagkvæmt tónsvið. Það er leitun á manni sem getur sungið
svo hátt upp og djúpt niður, enda er lagið jafnan stórilla flutt, nema af völdum
kórkröftum, hljómsveit eða menntuðum tenórum. Á okkar tímum, þegar hafn-
ing sannþjóðlegra menningarverðmæta til æðra forms er boðorð dagsins,
finnst oss sem ofmjög beri í þessu lagi á andspyrnunni gegn íslenzkri tón-
menning fortímans, en slíkt þarfaverk þótti að leggja hana fyrir róða á 19.
öld, að þeir menn hafa verið tignaðir brautryðjendtir, sem þá tókst að drepa
íslenzkan kirkjusöng og innleiða danskan á Islandi. Island geymdi í fórum
sínum þjóðlega tónlist, þótt frumstæð væri sakir hljóðfæraleysis og fátæktar,
fornan söngstíl, hundruð tónstefja sem töluðu máli aldanna, en dansklærðir
tónlistarmenn undir áhrifum þýzkrar rómantíkur lögðu allt kapp á að búa
sem þöglasta gröf þessu mikla yrkisefni þjóðarinnar, sem er voldugra öllum
öðrurn norrænum tónlistaryrkisefnum samanlögðum. Þótt 0, guð vors lands
hafi sérstaka fegurð til að bera ef það er flutt á hálistrænan hátt, skortir
það öll einkenni íslenzks lags.
Á þessu ári standa fyrir dyrum þáttaskipti í sögu vorri, jafnvel enn meiri
en þegar vér þágum stjórnarskrá úr danskri hendi 1874 undir einkunnarorð-
inu: vér kvökum og þökkum í þúsund ár. Á þessu ári mun að vísu fara vel
á því að syngja einu sinni á Þingvöllum hátíðalofsönginn til guðs í minningu
ársins 1874. En það er ekki nóg. Okkur vantar þjóðsöng, lag og Ijóð nýja
tímans, einfalt, sterkt en þó þokkafullt, helgað landi, þjóð, sögu og framtíð
— eins og vér hugsum nú á enn einum morgni þjóðarsögunnar. Árið má
helzt ekki líða svo, að íslenzk skáld og íslenzkir tónsmiðir láti undir höfuð
leggjast að gefa þjóðinni slíkan söng.
H. K. L.
Vantctr leikhús í nútímastíl
Uni aldamótin síðustu, eða fyrir fjörutíu árum, þegar Reykjavík hafði 5000
íbúa, voru hér fjögur samkomuhús fyrir utan kirkjur og gildaskála, Iðnó,
Báran, Gúttó og Fjalakötturinn. Þau höfðu sæti fyrir þúsund manns. Tvö
þeirra voru leikhús, Iðnó og Fjalakötturinn. Nú er bærinn meira en átta sinn-
um stærri, en samkomuhúsum hefur fækkað, ekki aðeins þótt bíóin séu undan
skilin, sem voru óþekkt fyrir fjörutíu árum, heldur þótt þau séu meðtalin.
Báran og Fjalakötturinn, sem liöfðu um 500 sæti, hafa verið lögð niður sem
skemmtistaðir Reykvíkinga. Iðnó garnla er eina leikhúsið. Ef við byggjum