Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jiannig byggð, að öll sæti séu í raun réttri jafn góð, þótt þau séu liöfð mis- munandi dýr. Efri pallsætin í „þjóðleikhúsinu" eru til dæmis mjög óhentug, og liggja svo hátt, að þau samsvara fátæklingapöllum í úreltum leikhúsum frá tímum aðalsvaldsins; aðeins nokkur hluti leiksviðsins sést úr þessum sæt- um. Oskiljanleg mistök eru það, að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir hljóm- sveitarrúmi í „þjóðleikhúsinu". Gryfja sú, þröng og óheyrilega djúp, sem út- búin hefur verið framan við sviðið, virðist hafa einhvern allt annan tilgang. Sérfróðir menn telja miklum erfiðleikum hundið að gera hljómsveitarrúm í leikhús þetta og jafnvel ekki hægt, nema með tilfærslu á burðarstoðum leik- sviðsins. En leikhús án hljómsveitarrúms mundu menn aldrei reisa nú á tím- um. Annað atriði sízt ómerkilegra hljóta allir leikarar og leikstjórar að reka augun í, þegar þeir skoða húsið innan, og það eru hinir ógurlegu veggir, 60 til 70 cm. þykkir, sem umlykja leiksviðið og hljóta að tefja allt starf á bak við tjöldin. Vinnustofa leiktjaldamálara er svo lág undir loft, að ekki er hægt að reisa tjöldin upp meðan unnið er að þeim, og mun erfitt að finna listamann, sem sættir sig við þau vinnuskilyrði. Eins atriðis má enn geta, þótt ekki snerti beinlínis nothæfi hússins, en það eru hvelfingarnar. Nútímameistarar leitast við að gera hvelfingar stórhygginga sem léttastar, en hér hefur verið dengt kynstrum af járnbentri steinsteypu í hvelfingarnar og sett síðan í hana kant- að grjót tilbúið, sem á að vera stæling á „íslenzku“ stuðlabergi, (mætti skjóta því hér inn, að myndanir í grjóti eru þjóðernislausar). Af riti sem byggingameistarinn, hr. Guðjón Samúelsson, hefur gefið út með titlinum „íslenzk byggingarlist" (sérprentun úr Tímariti V. F. I. 1933), en það eru lýsingar á nokkrum húsum eftir sjálfan hann, verðut* ekki séð, að þegar hann gerði uppdrátt „þjóðleikhússins" hafi hann fyrst og fremst haft leikhús í huga, heldur einkum verið um það hugað að gera „einskonar ævintýraborg, einskonar álfakonungshöll“. Hann segir orðrétt: „Því þá ekki að húa til ein- hverja klettaborg yfir allt það ævintýralega líf, sem sýnt er á leiksviði". Um slíka athugasemd er ekki annað að segja en það, að fyrr getur natúralisminn orðið plága en byggingarmeistarar taki upp á að líkja eftir klettum, þegar þeir byggja nútíma menningarstofnanir. Allir, sem eitthvert skynbragð bera á leikhússstarfsemi, eru á einu máli um, að betra væri að reisa nú nothæft og fallegt leikhús, miðað við tækni, þarfir og hugmyndir nútímans, á fögrum og heppilegum stað, fyrir miljónir króna heldur en kasta þeim í að fullgera byggingu, sem svarar ekki betur kröfum manna um leikhús en þessi gerir. Mætti ég að lokum taka það fram, að skoðanir þær, sem hér eru fram bomar um „þjóðleikhúsið11, eru ekki sérstakar einkaskoðanir mínar, lieldur niðurstaða af umræðum, sem ég hef átt um þetta efni, bæði við ýmsa helztu byggingarmeistara landsins og ýmsa gáfaða áhugamenn byggingarlistar; hafa reyndar sumir látið í ljós opinberlega gagnrýni sína á þessari byggingu. Eg lief í grein þessari kappkostað að gerast í senn talsmaður almennings og sér- fræðinga í rnálinu. Hinsvegar vil ég taka mönnum vara fyrir að halda, að ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.