Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 23
SIGURÐUR THORLACIUS:
Treystum sjálfstæði -
fögnum frelsi
Stofndagur hins endurreista íslenzka þjóðveldis nálgast. Bjartur
og fagur er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar í hugum Islendinga,
og nú öðlast hann enn ríkulegra inntak, sögulegri fyllingu. 17. júní
1944 verður sögulegasti dagur íslenzku þjóðarinnar og í margföld-
um skilningi tákn Jónsmessuhirtunnar, Iiins nóttlausa vordags.
Stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 mun í minnum höfð um alda-
raðir með þjóð vorri. Er því nokkur vandi á höndum að gera
þennan fyrsta lýðveldisdag sem áhrifamestan og hugþekkastan sam-
tíð og eftirkomendum.
Svo mæla sumir menn, að íslenzka þjóðin kunni ekki að meta
frelsi sitt og ættjarðarinnar til jafns við þær þjóðir, sem sækja eða
verja sjálfstæðið vopnaðri baráttu og fórna fyrir hlóði sínu, ef með
þarf. Dóma af þessu tagi er torvelt að sanna eða afsanna. Tilfinn-
ingar, styrkleiki þeirra og heilindi eru vandmetin, verða hvorki
vegin né mæld, og sameiginleg ytri einkenni torfundin. Islendingar
eru margir dulir í skapi, flíka lítt á almanna færi því sem inni fyrir
býr og hafa það jafnvel til að mæla þvert um hug sér til að leyna
sterkri, heilhuga tilfinningu. Satt er það, að íslendingar hafa ekki
um margra alda skeið tekið sér vopn í hönd til mannvíga og aldrei
sem þjóð átt í vopnaðri styrjöld við aðra þjóð. En hvað um fórn-
irnar? Hefur áþján og ófrelsi fært mörgum þjóðum dýrkeyptari
reynslu?
Óminnugir ættlerar mættum vér nútíma íslendingar vera, ef vér
hefðum svo glatað frelsisþrá forfeðra vorra og gleymt niðurlæg-
ingartárum þeirra, að vér kynnum ekki lengur glögg skil sjálfstæðis
og ánauðar og vissum ekki, að yfirráð hvaða erlendrar þjóðar eða
þjóðhöfðingja sem er og hversu sakleysislega sem um hnúta er búið,
geta þegar minnst varir orðið fjötur um fót. Aftaka Jóns Arasonar