Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 25
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 15 sem nú er að öllu leyti og varanlega komin í hendur íslendinga sjálfra. Verkefnið í utanríkismálum, sem brýnast virðist að leysa nú sem stendur, er að fá sem fullkomnastar tryggingar frá stórveldunum fyrir sjálfstæði landsins, einmitt um leið og lýðveldið er stofnað. I því sambandi má minnast þess, að nýlega hafa Bandaríkin, Bret- land og Sovétríkin lýst yfir því, að þau ábyrgist sameiginlega sjálf- stæði Irans. A því er lítill vafi, að þessi þrjú stórveldi verða mestu ráðandi í styrjaldarlokin, og er sameiginleg ábyrgð þeirra allra hin öruggasta trygging, sem smáríki getur öðlazt og stórum þýðingar- meiri en ábyrgð eins þeirra eða tveggja. Staðreynd þessa þarf ekki að rökstyðja, svo augljós er hún, enda viðurkennd af öllum, sem líta á málin hleypidómalaust. Sterk rök hníga að því, að ísland geti átt þess kost ao fá ábyrgð allra þessara stórvelda á sjálfstæði sínu, ef einarðlega og viturlega er á málinu haldið af vorri hálfu. Þjóð- ernislegur, landfræðilegur og sögulegur réttur vor er svo ótvíræður, að ekki verður um deilt né brigður á bornar. Hlutdeild íslands í styrjöldinni hlýtur einnig að mæla sterklega með þessum sann- gjörnu kröfum vorum á hendur stórveldunum meðal Bandamanna. Islendingar hafa látið Bandamönnum í té land sitt og aðstöðu þess í Norðurhöfum. Með þessum hætti höfum vér lagt drjúgan og mik- ilvægan skerf til styrjaldarrekstursins og sigursins, sem framundan er. Hefur þetta hvað eftir annað verið viðurkennt af fulltrúum stór- veldanna. I staðinn höfum vér að vísu þegið herverndina, en einnig teflt menningu vorri og þjóðerni í augljósa hættu og þó einkum skipum og sjómönnum, sem með frábærum hetjuskap hafa á smá- skipum boðið hættum hafsins og stríðsins byrginn, enda þjóðin goldið afhroð í mannfalli eigi minna en sumar stríðsþjóðirnar sjálfar. Fyrir þessar sakir allar, hljótum vér íslendingar að vænta þess fastlega, að stórveldin áðurnefndu muni telja sér bæði ljúft og skylt að veita þjóð vorri hinar fyllstu sjálfstæðistryggingar, sem unnt er að láta smáþjóð í té, þar á meðal ótvíræðar tryggingar fyrir því, að allur herafli á landi, sjó og í lofti verði tafarlaust kallaður lieim að stríði loknu og yfirráð maunvirkja, svo sem hafna og flugvalla, fengin til frambúðar í hendur landsmönnum sjálfum. Og vissulega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.