Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 34
24 TÍMARIT MALS OG MENNINGAR liðu fram, að koma á fót almennri herskyldu. Herir 18. aldar, herir hins gamla þjóðfélags aðals og einveldis, voru skipaðir málaliðs- mönnum, sem ýmist voru keyptir eða kúgaðir til herþjónustu. Þeir gengu til víga í stirðum, þéttskipuðum fylkingum, svo að auðvelt væri að hafa gát á að þeir tækju ekki á rás. Hinir ungu herir borg- arastéttarinnar börðust í laustskipuðum riðlum. Það þurfti ekki að herja þá til bardaga, því að þeir börðust fyrir frelsi stéttar sinnar. Slíkir herir hröktu málalið Breta á brott úr nýlendum Norður- Ameríku og stofnuðu Bandaríkin. Slíkir herir vörðu frönsku bylt- inguna gegn ásókn hins evrópska afturhalds og unnu sigrana, sem Napóleon varð frægastur fyrir. Og það voru alþýðuherir og skæru- liðar Evrópuþjóða, sem hrundu oki Napóleons af álfunni. Það var ekki fyrr en þjóðhöfðingjar meginlandsins leituðu ásjár hjá alþýð- unni og brýndu þjóðfrelsistilfinningu hennar, að vígvél Napóleons varð moluð. Rússneskir bændur og skæruliðar hröktu stórher Napóleons, kalinn og helsærðan, út úr Rússlandi 1812. Alvaldi Rússlands, Alexander I., launaði þeim lífgjöfina í þakkarávarpi til rússnesku þjóðarinnar tveim árum síðar með svofelldum orðum: „Bændurnir, Vorir trúu þegnar, munu hljóta laun sín hjá Guði.“ Vorið 1813, nokkru fyrir fólkorustuna hjá Leipzig, er Napóleon beið hinn mikla ósigur fyrir þeim alþýðuöflum, er hann hafði sjálf- ur magnað, hét Friðrik Vilhjálmur III. Prússakonungur þegnum sínum þjóðfrelsi og frjálslyndri stjórnarskrá. Það heit var ekki efnt, og þýzka þjóðin var kúguð og tvístruð enn sem fyrr áratugum saman. Fórnir hennar voru unnar fyrir gýg, og þýzka skáldið Julius Mosen spurði hina ókunnu hermenn, sem fallið höfðu í valnum hjá Leipzig: Was fraget ihr, Todesgenossen, die ihr da unten ruht; Was half es, dass geflossen soviel von rotem Blut ?. Þjóðfrelsisstríð Evrópu gegn alræði Napóleons eru sígilt dæmi um baráttu alþýðlegra framsóknarafla í bandalagi við afturhalds- sama valdhafa. Slíkt bandalag er réttmætt, sjálfsagt og óumflýjan- legt undir vissum sögulegum skilyrðum, en sögulegur árangur þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.