Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mönnum, þótt vaxtarlagið sé ekki alltaf jafn spámannlegt. Menn
spá um lok styrjaldarinnar upp á dag, mönnurn hefur vitrazt hverjir
verða sigurvegarar og hverjir sigraðir, og draumaland framtíðar-
innar blasir mælt og stikað við sjónum forvitringanna.
En styrjöldin hefur ekki aðeins skapað spámenn. Hún hefur
einnig vakið upp mikinn fjölda manna, sem gerir það að atvinnu
sinni að semja áætlanir urn þúsundáraríki ímyndunar sinnar. Menn
sem ekki hafa sýnt, að þeir geti stjórnað sveitarfélagi í góðæri,
vita nú upp á hár, hvernig á að stjórna þessum vandræðahnetti,
þegar hann fer að gróa sára sinna eftir heimsstyrjöldina.
Spámennirnir og loftkastalasmiðirnir eru hvorirtveggja eðlileg
stríðsfyrirbrigði. Mönnurn hættir við að truflast í slíkum voðaaftök-
um sem þeim, er nú geisa. Vitranir þeirra og loftsýnir eiga allar
uppruna sinn í heimskreppu nútímans. Þær eru draumar manna
um markmið, sem þeir rata ekki til.
Því fer fjarri, að ég vilji seilast inn á verksvið hinnar ginnheilögu
spámannastéttar — gervispámenn munu sennilega ekki vera betur
séðir en gervismiðir, — en þó er engu síður nauðsynlegt að gera
sér nokkra grein fyrir því, sem framundan er. Það verður ekki gért
með því að spá í kaffikorg. Það verður eingöngu gert með því að
komast að raunréttri niðurstöðu um það sem er, um það sem fram
fer fyrir augum okkar. Því að framtíðin er ekkert ódáinsland hand-
an við hafið, líkt og himnaríki í Biblíuljóðum Valdemars Briems.
Framtíðin verður til í nútíðinni, hún er smíðuð í afli þeirrar bar-
áttu, sem háð er í dag.
Núverandi heimsstyrj öld er annar þáttur heimskreppunnar, sem
hófst 1914. En því fer samt mjög fjarri, að þessi heimsstyrjöld sé
sama eðlis eða með sama sniði og hin fyrri. Höfundur sögunnar
er slyngari en svo, að hann tyggi upp aftur þætti leiksins. Þó leit
svo út í fyrstu, að þessi heimsstyrj öld mundi ekki ætla að verða
annað en raunaleg upptugga fyrirrennara síns, blóðug áflog saddra
og svangra stórvelda um yfirráðin í heiminum. En innan stundar
hafði skipazt svo til á sviðinu, að meginþorri allra þjóða heimsins
varð að sameinast í frelsisbaráttu gegn meinvætti nazismans; hinar
óskyldustu þjóðir og ríki, sundurleit að menningu og félagsskipu-
lagi, urðu að samfylkjast gegn ógnun nazismans eða tortímast að