Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 38
28 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mönnum, þótt vaxtarlagið sé ekki alltaf jafn spámannlegt. Menn spá um lok styrjaldarinnar upp á dag, mönnurn hefur vitrazt hverjir verða sigurvegarar og hverjir sigraðir, og draumaland framtíðar- innar blasir mælt og stikað við sjónum forvitringanna. En styrjöldin hefur ekki aðeins skapað spámenn. Hún hefur einnig vakið upp mikinn fjölda manna, sem gerir það að atvinnu sinni að semja áætlanir urn þúsundáraríki ímyndunar sinnar. Menn sem ekki hafa sýnt, að þeir geti stjórnað sveitarfélagi í góðæri, vita nú upp á hár, hvernig á að stjórna þessum vandræðahnetti, þegar hann fer að gróa sára sinna eftir heimsstyrjöldina. Spámennirnir og loftkastalasmiðirnir eru hvorirtveggja eðlileg stríðsfyrirbrigði. Mönnurn hættir við að truflast í slíkum voðaaftök- um sem þeim, er nú geisa. Vitranir þeirra og loftsýnir eiga allar uppruna sinn í heimskreppu nútímans. Þær eru draumar manna um markmið, sem þeir rata ekki til. Því fer fjarri, að ég vilji seilast inn á verksvið hinnar ginnheilögu spámannastéttar — gervispámenn munu sennilega ekki vera betur séðir en gervismiðir, — en þó er engu síður nauðsynlegt að gera sér nokkra grein fyrir því, sem framundan er. Það verður ekki gért með því að spá í kaffikorg. Það verður eingöngu gert með því að komast að raunréttri niðurstöðu um það sem er, um það sem fram fer fyrir augum okkar. Því að framtíðin er ekkert ódáinsland hand- an við hafið, líkt og himnaríki í Biblíuljóðum Valdemars Briems. Framtíðin verður til í nútíðinni, hún er smíðuð í afli þeirrar bar- áttu, sem háð er í dag. Núverandi heimsstyrj öld er annar þáttur heimskreppunnar, sem hófst 1914. En því fer samt mjög fjarri, að þessi heimsstyrjöld sé sama eðlis eða með sama sniði og hin fyrri. Höfundur sögunnar er slyngari en svo, að hann tyggi upp aftur þætti leiksins. Þó leit svo út í fyrstu, að þessi heimsstyrj öld mundi ekki ætla að verða annað en raunaleg upptugga fyrirrennara síns, blóðug áflog saddra og svangra stórvelda um yfirráðin í heiminum. En innan stundar hafði skipazt svo til á sviðinu, að meginþorri allra þjóða heimsins varð að sameinast í frelsisbaráttu gegn meinvætti nazismans; hinar óskyldustu þjóðir og ríki, sundurleit að menningu og félagsskipu- lagi, urðu að samfylkjast gegn ógnun nazismans eða tortímast að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.