Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 39
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 29 öðrum kosti. Þetta er einn örlagaríkasti viðburður aldar okkar og við fáum á þessari stundu tæplega skilið að fullu, hvað hann mun breyta rás þróunarinnar í pólitískum og atvinnulegum efnum á næstu áratugum. Sigurvegararnir í síðustu heimsstyrjöld, hin engilsaxnesku stór- veldi, Frakkland og hinir smávaxnari bandamenn þeirra, tóku í arf mikið hú og auðugt. Þeir réðu óskorað á fimm sjöttu hlutum jarðarinnar. A öllum heimshöfum drottnuðu flotar þeirra. Þeir veittu eða synjuðu um fé til framleiðslu og viðskipta um heim allan. Hver mannssál í ríki þeirra var þeim skattskyld. Vísindi og tækni höfðu gjörnýtt svo framleiðslukerfi þeirra, að tvö voru höf- uðin á hverju kvikindi í búi þeirra. Mikið var það pund, sem þeim hafði verið fengið til ávöxtunar. Eftir tuttugu ár voru hinir stoltu sigurvegarar komnir að gjald- þroti. Skipulag framleiðslu þeirra og viðskipta dróst áfram með milljónir atvinnulausra öreiga allra stétta í eftirdragi. Millilanda- skipan þeirra var eins og hús, sem orðið hafði fyrir loftárás. Lýð- ræðið var dautt í þeim heimi, sem hafði fórnað tíu milljónum manna „to make the world safe for democracy“, eins og Wilson komst að orði endur fyrir löngu. En í sama mund og sigurvegarar hinnar fyrri heimsstyrjaldar sólunduðu arfleifð sinni skapaði al- þýðan í austurvegi ríki sitt og stórveldi. Hún nýtti til hins ýtrasta tæknina, vísindi og vélar nútímamenningar, sem orðnar voru bana- bitar hins borgaralega heims. Frá upphafi vega reyndu sigurveg- ararnir að koma þessu alþýðuríki fyrir kattarnef, fyrst með inn- rásarstríðum, síðan með pólitískri og atvinnulegri einangrun. Þetta mistókst. En þeim tókst að sá eitri bolsjevíkahatursins í alþjóðleg samskipti þessara tuttugu ára milli styrjaldanna, og þeim tókst að kæfa hverja ærlega lýðræðishreyfingu alþýðunnar í Evrópu og öðrum heimsálfum í nafni bolsévíkahræðslunnar. Ekki heyrðu þeir stunurnar úr fangabúðum Þýzkalands. Ekki hlustuðu þeir á neyð- aróp spánska lýðveldisins. Ekkert varðaði þá um hina þögulu, harð- vítugu haráttu Kínverja. En þá skall á önnur heimsstyrjöld og olli hinum miklu vatna- skilum í sögu aldar okkar. Styrjöldin varð eldraun þjóða og rikja, stétta og einstaklinga, og niðurstöðurnar urðu mörgum undrunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.