Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 39
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
29
öðrum kosti. Þetta er einn örlagaríkasti viðburður aldar okkar og
við fáum á þessari stundu tæplega skilið að fullu, hvað hann mun
breyta rás þróunarinnar í pólitískum og atvinnulegum efnum á
næstu áratugum.
Sigurvegararnir í síðustu heimsstyrjöld, hin engilsaxnesku stór-
veldi, Frakkland og hinir smávaxnari bandamenn þeirra, tóku
í arf mikið hú og auðugt. Þeir réðu óskorað á fimm sjöttu hlutum
jarðarinnar. A öllum heimshöfum drottnuðu flotar þeirra. Þeir
veittu eða synjuðu um fé til framleiðslu og viðskipta um heim
allan. Hver mannssál í ríki þeirra var þeim skattskyld. Vísindi og
tækni höfðu gjörnýtt svo framleiðslukerfi þeirra, að tvö voru höf-
uðin á hverju kvikindi í búi þeirra. Mikið var það pund, sem þeim
hafði verið fengið til ávöxtunar.
Eftir tuttugu ár voru hinir stoltu sigurvegarar komnir að gjald-
þroti. Skipulag framleiðslu þeirra og viðskipta dróst áfram með
milljónir atvinnulausra öreiga allra stétta í eftirdragi. Millilanda-
skipan þeirra var eins og hús, sem orðið hafði fyrir loftárás. Lýð-
ræðið var dautt í þeim heimi, sem hafði fórnað tíu milljónum
manna „to make the world safe for democracy“, eins og Wilson
komst að orði endur fyrir löngu. En í sama mund og sigurvegarar
hinnar fyrri heimsstyrjaldar sólunduðu arfleifð sinni skapaði al-
þýðan í austurvegi ríki sitt og stórveldi. Hún nýtti til hins ýtrasta
tæknina, vísindi og vélar nútímamenningar, sem orðnar voru bana-
bitar hins borgaralega heims. Frá upphafi vega reyndu sigurveg-
ararnir að koma þessu alþýðuríki fyrir kattarnef, fyrst með inn-
rásarstríðum, síðan með pólitískri og atvinnulegri einangrun. Þetta
mistókst. En þeim tókst að sá eitri bolsjevíkahatursins í alþjóðleg
samskipti þessara tuttugu ára milli styrjaldanna, og þeim tókst að
kæfa hverja ærlega lýðræðishreyfingu alþýðunnar í Evrópu og
öðrum heimsálfum í nafni bolsévíkahræðslunnar. Ekki heyrðu þeir
stunurnar úr fangabúðum Þýzkalands. Ekki hlustuðu þeir á neyð-
aróp spánska lýðveldisins. Ekkert varðaði þá um hina þögulu, harð-
vítugu haráttu Kínverja.
En þá skall á önnur heimsstyrjöld og olli hinum miklu vatna-
skilum í sögu aldar okkar. Styrjöldin varð eldraun þjóða og rikja,
stétta og einstaklinga, og niðurstöðurnar urðu mörgum undrunar-