Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 44
34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verða þá starfandi í námum og verksmiðjum, á ökrum og fiski-
miðum, í skrifstofum og tilraunastöðum. Ef þetta starfandi mann-
kyn handar og anda fær að sinna framleiðslustörfum friðarins á
sömu lund og það var hvatt til að leggja sig allt fram í þjónustu
herguðsins, þá verður á næstu kynslóð hægt að skapa öllum inönn-
um heim allsnægtanna. En skilyrði þess, að svo megi verða, er það,
að einkaeignarréttur á framleiðslutækjum og lífsuppsprettulindum
leggi ekki sína köldu, dauðu hönd á hið lifandi samstarf manna
og verkfæra.-------
Þegar Lenín vann að undirbúningi rússnesku byltingarinnar sum-
armánuðina 1917 var það ein aðalkrafa hans, að verkamenn fengi
að hafa eftirlit með stjórnsemi þeirra, sem áttu framleiðslutækin,
að hið vinnandi fólk mætti fá að hnýsast í hinn helga leyndardóm
eignarréttarins. Þessa stundina kveður við um heim allan sú krafa,
að framleiðslan verði eftir stríðið háð eftirliti þeirra, sem vinna.
Verkamannaeftirlit Leníns varð, er stundir liðu, grundvöllur hins
sósíalíska eignarréttar alls vinnandi fólks. Svo mun einnig fara
annars staðar að styrjaldarlokum. Og þá mun næsta kynslóð ekki
þurf að reika höfuðlút um val þessarar styrjaldar og andvarpa með
þýzka skáldinu:
Was half es, dass geflossen
soviel von rotem Blut?....
Sverrir Kristjánsson