Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 51
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
41
piltur og stúlka inn í geislablikið og staðnæmdust snögglega þar
sem stígarnir mættust efst á hæðinni og víðsýnast var.
Unglingarnir voru svo snortnir af fegurðinni, að þeir veittu okk-
ur ekki athygli, líklega vorum við einnig að rnestu leyti hulin bak
við hina slútandi grein á óðjurtinni.
Pilturihn var berhöfðaður, með mikinn, brúnan hárlubba, upp-
litaðan af sólskini. Hann var fremur hávaxinn, sterklegur og mjór
sem viðartág. Stúlkan var svarthærð og höfði lægri en hann, heldur
lítil, og einnig ákaflega grannvaxin. Þau voru sýnilega að koma
úr langri gönguför; andlit þeirra og naktir handleggir voru sól-
brennd, háfjallasólskinið hafði gefið þeim brúnan lit, djúpan og
bjartan.
Kakí-fötin þeirra, sem hengu utan á þeim alltof víð, voru slitin
og upplituð. I hneslu á treyju piltsins var stungið fjöður úr hauks-
væng. Marglitur höfuðklútur stúlkunnar hafði sigið ofan á háls-
inn, og í hári hennar skartaði hvít fjallarós. Hann bar mal á baki
og samanvafða ferðavoð, hún mal og kíki í hylki.
Þau stóðu nokkrar sekúndur í sömu sporum, án þess að hreyfa
sig eða mæla orð. Andlit þeirra sneru móti vatninu og hinni hníg-
andi sól, sem varpaði á þau rauðum bjarma. Síðan sneru þau sér
skyndilega hvort að öðru með einkennilegu brosi, líku sem í því
fælist eitthvað, sem þau ein allra skildu. Þannig stóðu þau enn
nokkrar sekúndur.
Pilturinn leit út fyrir að vera fimmtán vetra og stúlkan ári yngri.
Seinna komumst við að því, að þau voru bæði sextán ára, hátt á
seytjánda. En þau voru furðulega þroskuð á svipinn, þegar þau
litu hvort á annað. Auðséð var, að þau voru ekki systkin, og þær
tilfinningar, sem þau báru í brjósti hvort til annars, engin barna-
brek, engar lambaástir, heldur eitthvað næstum fullorðinslegt, var-
andi, haldgott og óhjákvæmilegt.
Þau horfðu á síðustu sólargeislana leika um andlit hvors annars.
Og rétt áður en skuggi huldi hæðina, sem þau stóðu á, eins og aðra
staði í fjallshlíðinni, tyllti stúlkan sér snöggt og í ákafa á tá, og
pilturinn laut ofan að henni og þrýsti andliti hennar að vanga
sínum. ,
Ég hef aldrei séð áhrifameiri sjón, né þrungnari skáldlegri feg-