Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 52
42 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR urð og mikilleika. Eitt andartak, rísandi á örhvössum öldutindi tímans, voru pilturinn og stúlkan kjarni alls tilgangs, hin snara og mikilvæga Jmngamiðja alls, sem lifir, og nokkurs er um vert. Ef til vill höfðu þessar krossgötur og þessi hæð einhverja sér- staka, leynda þýðingu fyrir þau á þessum tíma sólarhringsins. Ef til vill var það Bóhin-vatnið, sem var þeim mikilvægt og þau þráðu að líta úr rjóðrinu við sólarlag. Þau höfðu hlaupið á undan, til þess að geta verið ein saman á þessum stað í hálfa mínútu: tvær grannvaxnar persónur í ljóskringlu á leiksviði, rétt áður en Ijós- kringlan hverfur og sviðið verður dimnit. Þegar sólsett var orðið, heyrðist af nýju fótatak á bröttum, grýtt- um Tríglaf-stígnum og miðaldra maður, með mal á baki, kom inn í rjóðrið. Hann brosti við piltinum og stúlkunni og kvaðst vona, að þau næðu farþegabílnum. Unglingarnir brostu einnig og flýttu sér á undan honum niður stíginn, sem við Stella höfðum komið upp. Að stundarkorni liðnu héldum við á eftir þeim. Maðurinn var Oton Zúpantsjitsj, mesta skáld Slóveniu. Hann hafði verið það, áður en ég fluttist til Ameríku, kringum 1910, og hann var það enn, hálffimmtugur að aldri; ljóðskáld, arftaki Keats og Shelleys, Verhaerens og Verlaines, en óþekktur að mestu utan Evrópu, og ekki of mikils metinn þar heldur. Hann skrifaði á máli, sem talað er af tæplega tveggja milljóna þjóð, og stíll hans var svo sérkennilegur og nátengdur tungu þjóðar hans, að þýðing á verk- um hans á aðrar tungur má heita óframkvæmanleg, sérstaklega þær, sem ekki eru af slavneskum uppruna. Við Stella höfðum kynnzt honum skömmu eftir komu okkar til Júgóslavíu. Hann var forstjóri þjóðleikhússins í Lúbljana, höfuðstað Slóveníu. Til þess að unglingana grunaði ekki, að við hefðum séð þá uppi á hæðinni, gættum við þess að vera æðispöl á eftir þeim. Við geng- um í hægðum okkar til gistihússins, en vorum komin Jiangað áður en farþegabíllinn lagði af stað. Hann stóð fyrir framan gistihúsið, og farþegarnir kringum hann. Oton skáld heilsaði okkur hjartanleg^ og kvaðst hafa vitað, að við værum hér — hann hefði spurt um okkur á gistihúsinu. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.