Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 55
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
45
— til að vera þau sjálf. Það var eigingirni í beztu merkingu þess
orðs. Hún veitti þeim gagnkvæman áhuga, samtímis dularfullan og
einfkldan, eldlegan og raunhæfan. Hin djúpa samhygð þeirra í á-
hugamálum var sí-skapandi afl í þroska þeirra og persónuleika.
Oton skáld var frá upphafi ánægður yfir því, að Ba-tsje og Bóza
höfðu ákveðið að verða læknar. En faðir Bózu hafði lagzt á móti
því um tíma. Hann vildi, að Bóza Iærði lög. En hún mátti ekki heyra
það nefnt. Þá sætti lögfræðingurinn Ravníkar sig við, að hún læsi
læknisfræði ásamt Ba-tsje. Oton vinur hans taldi einnig um fyrir
honum og kvað bezt að láta unglingana fara eftir tilhneigingum
sínum.
Þótt Bóza og Ba-tsje væru ósvikið hugsjónafólk, voru þau þrá-
lynd og óhagganleg, þegar um framkvæmdir ákvarðana þeirra var
að ræða. Hugsjónir þeirra og skoðanir voru sömu náttúru, aðeins
frábrugðnar í lit og formi. Flestar þeirra höfðu þau myndað sér í
sameiningu.
Dag nokkurn vorum við að tala um ríkisstjórnir og stjórnmála-
menn. Þau báru enga virðingu fvrir þeim lýð. Þeim fannst þeir að-
eins auka vandræði almennings en ekki leysa. Þeir skástu gerðu
lítið annað en káka við mein þjóðfélagsins og mótsagnir, hinir
væru skaðlegir ónytjungar. Reyndar þekktu Bóza og Ba-tsje ein-
ungis stjórnendur og stjórnmálamenn í Júgóslavíu, og þá, sem
voru í Slóveníu, náið. En þau höfðu sterkan grun á því, að sann-
leikurinn um þessa menn í Slóveníu væri sannleikur um sams kon-
ar menn annars staðar.
Þau höfðu það á vitundinni, að lífið í Slóveníu, í Júgóslavíu, á
Balkan, krefðist allmikils grundvallarstarfs af þeim, sem sakir
hæfileika sinna gætu gert kröfu til forustu, á hvaða sviði sem væri.
Og þau ákváðu að gera hið litla, sem þeim væri unnt, að nokkrum
árum liðnum, til að helga líf sitt og starf baráttunni gegn sjúkdóm-
um og heilsuleysi. Slóvenska þjóðin var ekki ein af hinum verst
stöddu Evrópuþjóðum í þessu tilliti, en bæði í sveitum og borgum
landsins var margt fólk, sem lifði við óviðunanlegt matarhæfi, lé-
legt heilbrigðiseftirlit og litla læknishjálp. Bóza og Ba-tsje voru
þeirrar skoðunar, að þetta, öllu öðru framar, stæði þjóðinni fyrir
þrifum, bæði einstaklingum hennar og félagslífi. Þau fyrirlitu þá