Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
51 '
staður. Ég á við Slóveníu, Júgóslavíu, Evrópu . . . .Hitler. . . . hann
er eins slunginn og hann er illur. Hann hefur komizt svona langt
vegna þess, að hann skilur alla hina stjórnendur og stjórnmála-
menn Evrópu, Chamberlainana og Daladierana, þennan hóp af
röndóttum buxum, alla kákara og skaðræðis-ónytjunga. . . .“
Sex mánuðum síðar réðst Hitler inn í Pólland. Og næsta bréf
kom um jólin. Þau komust með herkjum lífs af burt úr Póllandi. Þá
voru þau tuttugu og þriggja ára. Ba-tsje var herskyldur orðinn, en
líklega mundi hann fá frest, þangað til hann væri búinn að taka
læknispróf. Þau voru á háskólanum í Belgrad og bjuggust við að
ljúka námi í febrúar 1941. „Og svo —?“ En það var hlítarlaust
að hugsa um framtíðina — styrjöldin var viss með að ná til Júgó-
slavíu og sundra öllum áætlunum.
Þetta var seinasta bréfið, sem við fengum frá þeim, en tvö bréf-
spjöld komu seinna, annað frá Bóhín — mynd af vatninu — sum-
arið 1940, hitt um jólaleytið sama ár frá Belgrad.
Þegar innrásin var gerð í Júgóslavíu, vorið 1941, hugsuðum við
Stella oft til þeirra Bózu og Ba-tsje. Skyldi þau hafa verið í Bel-
grad á pálmasunnudaginn, þegar steypiflugvélar Þjóðverja réðust
á borgina, eða skyldu þau hafa verið komin heim til Slóveníu?
Haustið 1941 komu margir flóttamenn frá Júgóslavíu og öðrum
Balkanlöndum til New York. Meðal þeirra var fjölskylda frá Lú-
bljana, og var hún kunnug hæði Zúpantsjitsj og Ravnikar. Hún
sagði okkur, að Bóza og Ba-tsje hefðu lokið prófi sínu í febrúar.
En það var öll sú vitneskja, sem við fengum — að undanteknu einu
mikilsverðu atriði:
Sumarið 1940, sama árið og við fcngum bréfspjaldið með mynd
af Bóhín-vatninu, höfðu Bóza og Ba-tsje eytt sumarfríi sínu, ásamt
hópi af ungu fólki, uppi í fjöllum Slóveníu. Þau höfðu æft sig þar
í skotfimi og kynnt sér þá staði, sem líklegastir voru til að verjast
í, hella, kletta, gnípur, gljúfurgil — alla þá staði, sem hentugir
voru fyrir skæruhernað, ef til þess kæmi, að Möndulveldaherir færu
inn í Júgóslavíu með samþykki eða aðstoð ríkisstjórans, Páls í
Belgrad, eða ef landið yrði hertekið alveg.
Nokkrir slíkir hópar, var okkur sagt, að hefðu unnið að þessu