Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 64
54
TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAR
verið því samþykkir, hafa beðið hana að gera það. Þeir vissu,
hvað beið þeirra, ef þeir féllu í hendur fjandmannanna. Þeir mundu
verða kvaldir til dauða, meðan verið væri að reyna að fá þá til að
svíkja félaga sína, eða þá myrtir umsvifalaust. Og Bóza hefur af
sömu ástæðum stokkið ofan í gljúfrið.
Ef til vill lá líka önnur orsök til hins síðara. I fregninni var
ekkert getið um Ba-tsje. Var hann einn af sjúklingum hennar? Eða
höfðu þau verið skilin að? Var búið að drepa hann áður? Við,
sem erum í Ameríku, en þekktum þau, verðum að láta okkur nægja
að spyrja og bíða svars til stríðsloka.
Þegar stríðinu lýkur, bíður önnur erfiðari spurning okkar. Bóza
og Ba-tsje héldu loforð sitt, eins vel og þeim var unnt. En við —
eigum við að láta hina gömlu kákara, hina skaðlegu ónytjunga
gera trúnaðartraust þessara unglinga að engu, æsku þeirra og
fórnir? Eða eigum við að gefa stökki Bózu frain af hengifluginu
aðra þýðingu — flug inn í framtíðina?
Halldór Stefánsson íslenzkaði.