Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
57
að játa, að í þessu formi muni kvantitetslögmálið vera í gildi í
Ráðstjórnarríkjunum sem annars staðar á byggðu bóli“. Hann
tekur meira að segja undir það, sem ég sagði, að staðreynd sú, sem
líkingin tákni, sé mjög svo einföld, en finnst það jafnframt galli á
henni og líkir benni við jöfnurnar 4 = 2 • 2, að því er mér skilst
í litilsvirðingarskyni. Það er að sjálfsögðu ekki mikil speki, að
tvisvar sinnum tveir séu fjórir, en það þýðir þó, að tvisvar sinnum
tveir geta ekki verið fimm eða neitt annað en fjórir og að þýðingar-
laust er að ætla að sýna fram á það. Eg hef aldrei haldið því fram,
að torskilinn vísdómur sé fólginn í jöfnunum P1 • U1 -)- P2 • U2 =
Vm • V, en þær nægja þó til þess að skýra, að sú staðhæfing dóm-
prófastsins í Kantaraborg, að vöruverð í Rússlandi geti ekki breytzt
eftir gjaldeyrisriiagninu í umferð, er röng. Ef prófasturinn hefði
sagt, að í Rússlandi væri reynt eftir megni að láta gjaldeyrismagn-
ið ekki hafa áhrif á vöruverðið, hefði ég ekkert liaft við ummæli
hans að athuga. Eins og ég benti á í fyrra svari mínu, er ekki um
að ræða frjálsa verðmyndun í Rússlandi, og er leitazt við að láta
misræmi, sem verður milli gjaldeyrismagnsins (P og P1) og vöru-
magnsins (Vm) ekki jafnast með breytingum á verðinu (V), heldur
þannig, að látið er koma til vöruskorts (lækkunar á U1 eða U2),
en það er alkunna, og Sovétstjórninni til einskis lasts, að slíkt hefur
ekki tekizt að fullu. Rússar urðu á sínum tíma að þola verðbólgu,
og vöruskorturinn hefur leitt til viðskipta á „svörtum markaði“,
þar sem verðið er hærra en á hinum opinbera, en við slíku er jafnan
mjög hætt og ómögulegt að koma í veg fyrir tilhneigingu til slíks,
meðan mannleg náttúra er eins og hún er nú. í staðhæfingu dóm-
prófastsins felst hins vegar neitun á því, að til slíks þurfi að koma.
Sú staðhæfing, að gjaldeyrismagnið hafi alls engin áhrif á vöru-
verðið í Rússlandi, er röng, af því að hún stangast við staðreyndir,
og staðhæfingin, að verðið geti ekki breytzt af þessum sökum, er
enn rangari, því að þá er fullyrt, að t. d. stórkostlegur skortur á
einhverri vöru geti alls ekki leitt til þess, að vara þessi sé nokkurn
tíma seld manna á milli við hærra verði en því, sem lögákveðið er
af yfirvöldunum. Slík staðhæfing er svo fávísleg, að sá, sem varpar
henni fram, lilýtur að hafa hugann við annað fremur en það, sem
gerist á jörðu hér. Ég hefði raunar ekki þurft að vísa í neitt hag-