Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unin valdi vöruskorti. en ástæðan til þess, að B. F. telur það, sem hann lýsir, í ósamræmi við það, sem vera eigi samkvæmt jöfnunum, er sá misskilningur hans, að í jöfnunum eigi að felast skýring á því, hvernig breytingarnar verða, og svo hitt, að hann ruglar sam- an ákefð (intensiteti) eftirspurnarinnar og tölu þeirra viðskipta, sem geta orðið. Þótt ákefð eftirspurnarinnar aukist við verðlækk- un, fækkar tölu þeirra viðskipta, sem geta.orðið, ef vörumagn er óbreytt, enda er augljóst mál, að ekki getur þurft jafnmargar eða fleiri krónur til þess að kaupa 100 kg. af vöru, ef verð hvers kílós er lækkað úr 1 krónu í 90 aura. Fleiri dæmi um þennan misskilning hirði ég ekki að nefna. Tilraunir B. F. til að sýna fram á, að staðreyndunum sé á annan veg farið en búast megi við samkvæmt kvantitetslögmálinu, fara því út um þúfur, og er það að vonum. Kaflanum, sem um þetta fjallar í ritgerð hans, lýkur með þessum orðum: „Af þessum dæm- um gæti G. Þ. G. lært það, að í heimi reynslu og veruleika gilda allt önnur lögmál en í hinni innantómu veröld formálans P ■ U = Vm • V“. Þessi niðurlagsorð og raunar röksemdafærsla kaflans öll er þeim mun undarlegri sem B. F. segir í upphafi hans, að sam- kvæmt skýrgreiningu minni séu „jöfnurnar óneitanlega fullkomlega rökréttar í sjálfum sér“, og hann er áður búinn að líkja þeim við það, að tvisvar sinnum tveir séu fjórir. Með tilraunum sínum til þess að sýna fram á, að það, sem jöfnurnar láta í ljós, eigi ekki við í „heimi reynslu og veruleika“, hefur B. F. í rauninni leiðzt út í að reyna að sýna fram á, að tvisvar sinnum tveir séu ekki fjórir. Slíkt er að vísu hvorki óþekktur leikur né óskemmtilegur og skað- laus fyrir þá, sem skilja, í hverju rökvillan er fólgin. En hvernig stendur á því, að slíkt hendir slíkan mann sem B. F., sem vissulega skortir ekki skilyrði til þess að öðlast fullkominn skilning á þeim atriðum, sem hér er um að ræða? Mér dettur ein skýring í hug. Hann hefur tekið sér penna í hönd til þess að bera blak af brezkum skoðanabróður um stjórnmál. Sumir menn eru þannig gerðir, að það má ekkert reynast rangt, sem mikils metnir samherjar segja. Það verður allt að vera rétt, sem sagt er til þess að þjóna þeim málstað, sem þeir aðhyllast. Skynsemin verður að lúta í lægra haldi, ef svo ber undir. Ég held, að hér sé að finna eitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.