Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 79
UMSAGNIR UM BÆKUR Kirkjan á fjaliinu Eg held, að þrátt fyrir nafnfrægð Gunnars Gunnarssonar séu Islendingar harla ókunnir skáldinu. Það er líka naumast að vænta annars, því að fram til skamms tíma, er Svartfugl og Aðventa komu út, hafa aðeins byrjendaverk þess verið til á íslenzku. Um sama leyti og Gunnar fluttist heim, var loks stofnað til heildarútgáfu á verkum hans. Vegna styrjaldar og dýrtíðar hefur þessi útgáfa gengið seint, en eftir þrjú ár er þó svo komið, að Kirkjan á fjall- inu, eitt mesta verk skáldsins, er öll komin út, í þrem miklum bindum, er nefnast Skip heiSríkjunnar, Nótt og draumur og Oreyndur jerSalangur. Hall- dór Kiljan Laxness hefur íslenzkað öll bindin, og er þýðingin einstök. Annað, sem eykur gildi þessarar útgáfu, er það, að höfundurinn ritar eftirmála við hvert bindi, þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir öllu verkinu. Um Kirkjuna á fjallinu er ekki ofmælt, að Imn sé eitt unaðslegasta verk, sem ritað hefur verið af íslenzkum höfuudi, og skal þó tekið fram, að ég á sérstaklega við þann hluta verksins er á íslandi gerist. Skáldið hefur þar þau tök á frásögn sinni, að það getur látið okkur sjá og skynja og lifa allt með sér. Stíllinn ber á einhvern torræðan hátt í sér líf atburðanna og hræringar fólksins. Persónurnar verða okkur minnisstæðari en þótt við hefðum um- gengizt þær árum saman, vegna þeirrar sýnar, er skáldið veitir. Fyrri hluti af Skipum heiðríkjunnar hét í dönsku útgáfunni Leikur að stráum. Sannari titil gat hann ekki átt. Bernskuleikir, eins og þeir lifa í minni okkar fullorðinna, ekki frásögn þeirra né lýsing, heldur bragur þeirra eða ómur, kveða við í stíl þessa bindis, hinn sami heillandi unaður og í vísu Jónasar, þaðan sem hend- ingin er tekin (lék ég mér þá að stráum), með djúpum undirtón sársauka og trega. Eg þarf ekki að lýsa þessu frekar fyrir neinum, sem bækurnar les. Uppistaða Kirkjunnar á fjallinu er bernska og unglingsár höfundarins sjálfs, þó að hann gangi þar undir dulnefninu Uggi Greipsson. Uggi elzt upp á íslenzku sveitaheimili í skjóli foreldra og frændgarðs, í leikjum og vin- áttu við grös og blóm og systkini sín og með nið lækja í eyrum sér. Atta ára gamall lifir hann örlagastund sína: þá missir hann móður sína. Við það hryn- ur öryggi heimsins og allt skjól, sem í lionum var. Tóm daganna reynir Uggi að fylla með draumuin og skáldskap. Hann verður að byggja sér nýjan heim, ef hann á að geta lifað. Og loks yfirgefur Uggi slitur síns ganila heim- ilis á íslandi og siglir til útlanda til þess að verða sjálfstæður og frjáls. Og heim skal hann ekki aftur, fyrr en hann kemur sigurvegari. Saga þessa unglings, og baráttu hans fyrir sjálfstæði sínu, er þó ekki mark- mið bókarinnar. Höfundurinn neitar því statt og stöðugt, að Kirkjan á fjall- inu sé ævisaga sín. Hann leggur áherzlu á, að hún sé skáldsaga, en ekki ævi-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.