Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 80
70
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Gunnar
Gunnarsson og
Halldór Kiljan
Laxness
(Örnólfur Thor-
lacius tók mynd-
ina á Laugum í
Suður-Þingeyj-
arsýslu sumarið
1940)
saga. Saga Ugga í Kirkjunni á fjallinu nær til 1914, en verkið er ekki ritað
fyrr en á árunum 1922—1928. Tímabil Ugga er þá komið í alllangan fjarska
og reyndar miklu lengri en árin segja til um: heimsstyrjöldin er komin á milli.
Gunnar Gunnarsson er orðinn fullþroska maður og farinn að líta á fyrri ár
sín sem ein af ævintýrum lífsins, hlutlausum augum á svipaðan hátt og ævi-
daga annarra manna, er hann hefur kynnzt á lífsleiðinni.
En livert er þá markmið verksins, ef ekki það að lýsa æviferli Ugga?
Svarið kemur upp í hugann: auðvitað það að semja skáldsögu, skapa list-
rænt verk. En sé betur hugað að, verður þetta samt ófullnægjandi svar. List
vegna listarinnar er hugtak mjög fjarri Gunnari Gunnarssyni. Skáldskapur-
inn hefur verið honum lífsþörf, verið köllun hans. Hann hefur ort vegna
þess, að honum lá alltaf svo mikið á hjarta. Hann var ýmist að létta á sorg-
inni eða tjá hugðarefni sín, flytja boðskap.
Og svo er reyndar með Kirkjuna á fjallinu, hið listræna verk, sem lengi
framan af ber sjálft form leiksins, að hún er verk þrungið af boðskap.
Við sjáum af fyrri bókum Gunnars, hver ástríða honum er að finna ráðn-
ingu á sjálfum sér, öðlast skilning á lífinu. Þunglyndi kvelur hann, en lion-
um er lífsþörf að fá jákvæð svör við spurningum sínum um mennina og lífs-
tilgang þeirra. Og rétt þegar hann er að byggja upp lífstraust sitt með rit-
höfundasigri sínum, kemur heimsstyrjöldin og brýtur allt niður. Ströndin,
Vargur í véum og Sælir eru einfaldir sýna þetta nægilega glöggt. En þær sýna
einnig, hve furðulega utangátta menn gátu verið á þessum árum. Stríðið var
ýmist kennt illsku og ódyggðum mannanna eða bölvun tækninnar. Gunnar