Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 75 legum efnum. Hún stjórnaði leikjum þeirra, hvar sem hún fór. Og hún leysti leik- systkini sín úr viðjum skelfilegrar hjátrúar, óttanum við Orminn mikla, með því að benda þeim á, að hann væri alls ekki lifandi óvættur, heldur „bara úr gúmmíi". Hún átti hvorki meira né minna erindi lil Reykjavíkur en að „drepa Orminn“. Það er merkileg og heillandi saga um barnsaugu, sem ekkert getur vilt sýn, — ef til vill spámannleg saga, þótt hún sé ekki rituð í spámannsstíl, um örlög ýmissar nútíðarhjátrúar, sem getur átt eftir að lenda í sama háskan- um sem hin gamla. — Margt annað segir Þórbergur frá skiptum þeirra Skottu, sem hér er ekki unnt að minnast á. Síðari tíma menn munu sjá það betur en nú er almennt skilið, að Bréf til Láru var nýjung í íslenzkum bókmenntum, sem að sumu leyti markar tíma- mót, og sérstaklega vegna frumlegs stíls og frásagnartaka. Og samt er þegar svo komið, að seinni hókum Þórbergs er helzt fundið það til foráttu, að þær jafnist ekki á við — Bréf til Láru. Má kalla virðingarvert, að jafnvel mestu skynleysingjar á menn og menntir samtímans skuli renna grun í gildi Bréfs- ins eftir aðeins tuttugu ár. Því skyldi enginn örvænta, að þeir verði farnir að lesa Islenzkan aðal og Ofvitann sér til sálubótar, ef þeir lifa svo sem seytján ár enn undir guðs þolinmæði. En því fólki, sem hefur orðið snortið af þeirri hjátrú, að Þórbergi væri að fara aftur, — er kaflinn um Viðfjarðar- skottu holl inntaka. Ilann er fljótlesinn, þrjátíu litlar blaðsíður. Efnið er engum ofraun að melta, því að þetta er einföld og óbrotin saga af barni. Þar gerist ekkert furðulegt, þótt Skotta virðist óvenjulegt barn, en öll börn eru óvenjuleg, ef fullorðna fólkið kynni að sjá það. Stíllinn er sniðinn að efninu, sögustíll og skemmtistíll í senn. Helzt kann að vera hætta á því, að lýsing Skottu láti of lítið yfir sér til þess að menn gefi gaum að vandanum að rita hana. En ég er ekki í vafa um, að þessi litli þáttur er ein af ósvikn- ustu perlum frásagnarlistar í síðari tíma bókmennlum vorum. Sérstök ástæða er til þess að biðja almenning að láta hvorki nafn bókarinnar né ótta við drauga eða draugatrú fæla sig frá því að lesa hann. Ilann er einn margfald- lega bókarverðsins virði, hvað sem hverjum einum kann að finnast um öll hin undrin, sem á eftir fara. Sigur&ur Nordal. LjóSræn skáldsaga Ólafur Jóh. Sigurðsson: FJALLHD OG DRAUM- URINN. Saga. Heimskringla h.f. Reykjavík 1944. — 432 síður. Parochialismi heitir þessi tegund skáldsögu: söguefnið bundið einni sókn, þröngu svæði, án umtalsverðrar íhlutunar utan frá. Höfundurinn forðast einn- ig, bersýnilega viljandi, að láta sögusviðið tákna heiminn, vera mikrókosmos sem tjáir makrókosmos; sagan leitast ekki við að vera dæmi annars en þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.