Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 91
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 81 mikillar seiglu og urðu ósigranlegir þolendur harðréttis og hörmungar. Þeir urðu einlægir trúmenn og dýrkendur drottins píslanna í Passíusálmum og hugvekjum, urðu samþolendur hans og þakklátir því hlutskipti að líða mikið. En þeirn harðgerðari var þjáning allsleysisins ekki eins kært hlutskipti, þótt þeir játuðu tilgangi þess með vörunum og táruðust í kvöldhrifningu undir túlkun sálmanna á hamingju þjáningarinnar. Þeir voru að hálfu heiðnir í hugsun og dýrkun sinni, unnu fornum bókmenntum og hetjutjáningu þeirra. Þeir lærðu Islendingasögurnar til jafns við Passíusálma og Vídalínspostillu, svo að tilsvör höfðingja og hetja Islendingasagnanna léku þeim á tungu.“ Fyrsti þriðjungur bókar heitir Land og líf. Þar er lýst landsháttum og al- mennustu skiptum íhúanna við náttúruöflin, síðan raktar sögur nokkurra merkra manna síðustu alda. Tveir þeirra verða hverjum lesanda ógleyman- legir, Hermann Sigurðsson á Sléttu (f. 1812) og Albert á Hesteyri (f. 1866), gerólíkir þó. Hornstrendingar kalla þann bónda höfðingja, sem er fengsæll búmaður, örlátur og hjálparmaður hvers umkomuleysingja, hispurslaus, harð- ger og stórbokki gagnvart stórbokkum, þótt valdalaus sé, og það fyrirgefst, þótt hann sé drykkfelldur og kvennamaður, ef kristileg syndarauðmýkt er álitin fólgin undir hversdagsskelinni. Hermann var höfðingi. En skipstjórn Alberts í stórviðrum á smábát getur orðstír, sem eigi deyr. Annar þriðjungur er Baráttan við hjörgin. Fuglalífi og bjargferðum við Hælavík og Horn er Iýst kunnuglegar og hetur en fyrr hefur verið gert á íslenzku um þennan þjóðlega þátt atvinnulífs. Þó að höfundurinn sé meir annað en fyglingur, kennir þess, að liann þekkir af áþreifingu Gránefin niðri í sextugu bjargi undir Festaskörðum. Gránef heita klettariðin vegna grárrar fuglmergðar. Þættinum lýkur með kafla um hönd bjargsins, hina voveiflegu, sem geymir enn mannabein á sumiim syllum eða urðuð í gjögrum, og segir þar frá tug eða tylft slysa. Seinasti þriðjungur, Dimma og dulmögn, er sagnir, flestar þjóðsagnakyns að nokkru, en margt um menn, sem voru til og rötuðu í eitthvað undarlegt. Tröllasögur og alls konar reimleikar drottna yfir þjóðsagnaheimi Hornstranda, og þar eru ekki Odáðahraunsþursar, heldur óvættir, sem búa í hömrum heima- sveitar og daglega nálægar. Minna her á hjörtu og fögru huliðslífi álfanna, en þó nokkuð. Og til skýringar því, sem sérkennir Hornstrandasagnir, ritar bókarhöf., sem sögurnar skráði, stutt forspjall (hefði mátt vera ýtarlegra og hlutlægara, en fátt mátti síður vanta en það). Það er fljótsagt, að þetta er bezta „héraðsbókin", sem ég hef lesið. Það er ekki eingöngu sérkennileik Hornstrendinga að þakka, því að manni finnst þeir raunar að loknum lestri skilgetnir bræður annarra landsmanna, — bókin dregur úr öfgum almenningsálits um þá. — Orðaval er auðugt, stíllinn víða léttur og skjótlegur til áræðis, stundum hins vegar í viðhafnarmesta lagi, stundum svifaþungur og hugsun samanrekin allt að því til meins, en ætíð svo líkur höfundi sínum, að um fátt er að sakast. Hvort sem honum heppnast ætíð jafnvel, er hann rithöfundarefni. 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.