Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 94
84 TIMARIT MALS OG M ENNINGAR Um kosti heilhveitis og rúgmjöls framyfir hvítt hveiti og sigtað mjöl eru nú flestir oriVnir sammála, shr. t. d. kaflann, Leiðbeiningar um mataræði, í bók- inni, Heilsurækt og mannamein, sem nú er nýkomin út. Það er nú orðið öll- um ljóst, að sterkjan ein úr korninu er ekki nægileg til matar. Mikið af hýðinu verður að fylgja með, hæði vegna þeirra vítamína, sem það hefur að geyma, og þeirra áhrifa, sem það hefur til örvunar meltingunni. Um hollustu ávaxtanna geta víst allir verið sammála Waerland. Þó að undanskildum þeim mönnum, sem undanfarið hafa ráðið innflutningi hér til landsins og bannað hafa að flytja inn ávexti. Eitt af því, sem Waerland vekur athygli á í bók sinni og það með réttu, er notkun eldsins, eða öllu heldur misnotkun hans, við suðu ýmsra matvæla. Það er nú viðurkennd staðreynd, að mörg af þeim næringarefnum, sem manninum eru ómissandi, spillast við suðu eða þola hana jafnvel ekki. Ó- neitanlega gerir suða mörg matvæli auðmeltari og lostætari, en hitt er líka mjög algengt, að matvæli séu eyðilögð með of mikilli suðu. Það getur ekki talizt sennilegt að náttúran hafi ætlað manninum að lifa á soðnum mat. Er því hyggilegast að gæta hófs við notkun eldsins við matreiðsluna. Það er enginn vafi á því, að malarval og matargerð er eitt þýðingarmesta atriðið fyrir uppeldi og heilsu hverrar þjóðar. Verðskuldar Náttúrulækninga- félag Islands þakkir fyrir starfsemi sína í þá átt að bæta mataræði þjóðar- innar og kenna fólki að sækja heilbrigðina í skaut náttúrunnar, til hins ferska gróðurs, út í ljósið og hreina loftið. En öfgar eru varasamar, hér eins og annars staðar, en að þeim kveður of mikið í ritum Waerlands. Waerland er kappgjarn baráttumaður og hefur óbifanlega trú á því, að hans reynsla eigi við alla aðra og mataræði hans sé allra meina bót. í þess- um trúarhita fleygir han fram furðulegustu staðhæfingum, eins og þessum: „Matarsalt er flestum dýrum hættulegt eitur“. „Kjötát lokar leiðinni til full- kominnar heilbrigði". „Yfirleitt má segja, að fiskur, sé.staklega saltfiskur, sé ein aðalorsök krahbameins". Auk þessara staðhæfinga, sem lítil eða engin rök eru fyrir og fólk ætti ekki að taka alvarlega, gætir víða í bókinni mik- illar þykkju og jafnvel h'tilsvirðingar í garð „háskólalæknisfræðinnar“, sem svo er nefnd. Þetta hvorttveggja spillir bókinni og gerir höfundinn tortryggi- legan. Náttúrulækningafélagið ætti því að reyna að finna einhvern gætnari höfund, þegar það næst gefur út bók málefni sínu til stuðnings. Sigurður Pétursson. Veikar stoðir Sir Wilima Bcveridge: TRAUSTIR HORN- STEINAR. Benedikt Tómasson íslenzkaði. M. F. A., Reykjavík 1943. Þegar maður les ritgerðir Beveridges um félagslegt öryggi og „hið nýja Bretland", sem hann svo kallar, þar sem almannatryggingar eiga að vera næst-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.