Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 97
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 87 Charcot við SuSurpól CHARCOT VIÐ SUÐURPÓL. Sigurður Thorlacius endursamdi og íslenzkaði. Utgefandi: Mál og menning. Reykjavík 1943. Bókin um Charcot við Suðurpcl er ekki ýkja stór, að minnsta kosti þolir blaðsíðutalið engan samanburð við hin blaðauðgu ritverk, sem eru upp á móðinn. Bókin er einar 166 blaðsíður, það er allt og sumt. Samt fer ekki hjá því, að bún fylli vel sinn sess í hópi þýðinga úr erlendum málum, sem upp á síðkastið hafa verið leiddar til sætis í bókmenntum vorum. Henni er ætlað það hlutverk fyrst og fremst að gleðja og fræða íslenzk ungmenni og ég held, að sá búningur, sem Sigurður Thorlacius skólastjóri hefur valið þýðingu sinni, nái ágætlega þeim tilgangi. í eftirmála segir, að „Le Frangais au Pole Sud“ sé talin með allra beztu barna- og unglingabókum Frakklands. Hana hefur Sigurður Thorlacius frekar endursagt en þýtt, stytt talsvert og breytt úr dag- bókarformi í frásöguform, allt af stakri vandvirkni og samvizkusemi, eftir því sem bezt verður séð. Þó hefði ég kosið, að hann hefði gætt meira samræmis um nafnagiftir á mönnum og löndurn en hann gerir, þar sem hann þýðir sum nöfn alveg, hljóðritar önnur, en heldur sumurn alveg óbreyttum. Þetta hefði farið betur, ef hann hefði haft eina aðferðina, en ekki allar þrjár undir í einu. Annars á bók þessi, sem sagt, erindi við íslenzk börn og unglinga. Fyrir þann lesendahóp er hún fortakslaust góð lesning, einkanlega hvað snertir við- horf höfundarins, dr. Charcots, til dýranna. Bollaleggingar höfundarins um goðsagnamyndun í þjóðfélagi mörgæsa og guðfræði þeirra, fer þó vafalaust, og að skaðlausu, fyrir ofan garð og neðan hjá þessum lesendum, og verða teknar sem góðlátlegt gaman. Minningin um dr. Charcot er rík í hugum Islendinga. Mikill landkönnuður var hann og þó meiri mannkostamaður, prúðmaður í sínum hóp. Hér átti hann vini, langtum fleiri en þá, sem hann hafði mælt máli, og síðasta athöfn hans á skipsflaki í löðrandi brimgarði, er hann leysti fanginn fugl úr búri, er verð- ug þess að geymast um ókomin ár. Ferðir hans um suðurhvel jarðar er inn- gangur að því ferðalagi, er lauk á Straumfjarðarskerjum 16.. sept. 1936, og á því visst erindi til íslenzkra lesenda. Lárus Sigurbjörnsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.