Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 120
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR landi og Iagaskýringa, en GunnlaugiiT MriI- arson ritar Hugleiðingar um landhelgismál- ið. Þetta fáorða yfirlit gefur til kynna, að margt ber á góma í afmælisritinu, og er leitt til þess að vita, að okkur berast ekki oftar jafnágætar hækur í hendur. Enginn skilji orð mín svo, að ég óski þess, að allir pró- fessorar okkar séu komnir á sjötugsaldur, en ég vænti þess, að við þurfum ekki að bíða eftir áttræðisafmæli Ólafs Lárussonar til þess að heyra fleira frá lögfræðingunum, sent að ritinu standa, um svipað efni. Björn Þorsteinsson. Barrabas Skáldsaga eftir Par Lagerkvist. Heimskringla 1954. Það er margháttaður munur á sagnriti og skáldriti. Störf sagnfræðings og skálds eru ólík, þótt báðir segi sögu. Hinn fyrrnefndi er bundinn af sannfræði heimilda sinna, og aðalvandinn fyrir hann er einatt að vega þær og meta og velja milli þeirra. Rithöf- undurinn hefur frjálsari hendur bæði um rás atburða og sköpun og mótun persóna, og hann þarf ekki að standa reikningsskil orða sinna með tilvitnunum í heimildir. Segja má, að sagnritið eigi að gefa sem sannasta og réttasta hugmynd af því, sem átti sér stað, þar sem þess er einungis kraf- izt af skáldritinu, að atburðir þess hefðu getað átt sér stað. Margs konar munur ann- ar er á sagnriti og skáldriti. Sagnrit greinir nær einvörðungu frá stórmennum og afrek- um þcirra. Skáldsaga getur raunar gert það líka, en efni hennar er þá tíðar sótt í hvers- dagslíf alþýðunnar. Loks er sá meginmun- ur þessara tveggja sagnategunda, að sagn- fræðin segir frá hinu ytra lífi, atburðum og orðaviðræðum, en skáldsagan lýsir auk þess og miklu frenuir hinu innra lífi manna, sál- arlífinu, hugsunum og tilfinningum. Skáld- sagan gctur því, þegar öllu er á botninn livolft, verið raunsannari heldur en sagn- ritið. í flestum sagnritum, þar sem fjallað er um atburði og afrek af einhverju tagi er persónanna eingöngu eða fyrst og fremst getið vegna hluttöku þeirra í atburðunum eða áhrifa á gang þeirra. Margar persónur koma þá tíðum við sögu, ýmist stórar eða smáar, aðalpersónur eða aukapersónur. Hinum síðarnefndu eru jafnan gerð lítil skil, enda þótt þeir séu stundum örlaga- valdar ekki síður en hinir. En sagan er ekki saga þessara manna, heldur atburðanna og hinna stóru manna á taflborði þeirra. En þó hefur sagan kveðið upp yfir þeim sinn dóm, oft harðan og misknnnarlausan, og jafnan skilningslítinn. Þessi nákvæina, en takmarkaða sannfræði sagnritanna hefur löngum freistað skálda og rithöfunda að yrkja í eyðumar, skrá sögu hins óþekkta lífs að baki stóm atburð- anna, sem sagnritarinn greindi frá. Þannig höfum við eignazt margar sögulegar skáld- sögur, sumar nm stórmenni sögunnar, aðrar um hina smærri spámennina. Varpa þær oft nýju skilningsljósi á þessar persónur. Hvort sá skilningur er réttari eða betri en hinn fyrri, verður aldrei sagt um með fullri vissu, en þar sem þekkingu og vitneskju þrýtur, tekur hin skáldlega ímyndun við. Hún get- ur verið furðu glöggskyggn, og skemmti- legt viðfangsefni er hún jafnan. Lestur skáldsögunnar Barrabas, eftir sænska Nobelsverðlaunaskáldið, Par Lager- kvist, hefur orðið mér tilefni þessara hug- leiðinga um sagnfræði og skáldskap. í biblí- unni eins og öðrum sögubókum er getið margra manna, og sumum bregður þar fyr- ir í ljósi eins eða fárra atburða, en þó er nafn þeirra grafið óafmáanlega á skjöld sögunnar, annaðhvort í mynd hins heilaga dýrlings eða fordæmdrar sálar. Einn þessara manna er Rarrabas, ræning- 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.