Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 13
Heldur í dag en á morgun T\Tu ebu liðnir tæpir fjórir mánuðir síðan frestað var samningum við Bandaríkin um -I- ’ brottflutning hersins. Af hálfu Framsóknar og Alþýðuflokksins var frestunin rökstudd með því, að horfur væru um þær mundir svo ótryggar í heiminum, að óvarlegt væri að láta herinn fara um sinn. Sósíalistaflokkurinn samþykkti hins vegar þessa ráðstöfun á þeirri forsendu, að fyrst samstarfsflokkar hans væru eins og á stóð ófáanlegir til að semja um brottflutning hersins, væri frestun samninga skásti kosturinn, sem fyrir hendi væri. En jafnframt tók Sósíalistaflokkurinn skýrt fram, að hann teldi ástæður Framsóknar og Al- þýðuflokksins haldlausar með öllu. Atburðirnir, sent skutu Framsókn og Alþýðuflokknum slíkan skelk í hringu, eru nú teknir að fjarlægjast. Oveðursskýin, er einkum hvíldu yfir nálægum Austurlöndum, eru liðin út að sjóndeildarhring og horfurnar í heiminum orðnar áþekkar og þær voru áður. Meginhluti Evrópuhers A-bandalagsins starfar eins og áður að því að innræta Alsírbúum lífsviðhorf „frjálsra þjóða“, og Bretar hafa ákveðið að fækka til mikilla rnuna í her sínum á nteginlandinu. Slíkar staðreyndir eru ótvírætt vitni um, að hætta á nýrri heimsstyrjöld er ekki á næstu grösum. En þó að allt sé aftur sæmilega með kyrrunt kjörum, eftir atvikum, og hafi verið í nokkra mánuði, láta Framsókn og Alþýðuflokkurinn sér einkar hægt í herstöðvamálinu. Þessir flokkar hafa sannast sagt ekki minnzt á það mál, síðan frestunin var ákveðin. Sósíalista- flokkurinn hefur einn stjórnarflokkanna haldið því vakandi. Þó eru hinir flokkarnir tveir enn bundnir af samþykkt Alþingis um brottflutning hersins. Enn eru þeir bundnir af stjórnarsamningnum sama efnis og enn eru þeir hundnir af loforðum sínum við kjósendur í síðustu kosningunt. En þessir gömlu hernántsflokkar eru ekkert að flýta sér. Og eftir fyrri reynslu er ekki heldúr við því að búast. 1951 var stríð í Kóreu, frernur litlu landi hin- um megin á hnettinum. Þá sáu Bandaríkjamenn sér leik á borði að bæta við sig einni her- stöð enn erlendis til viðbótar þeint þúsund, er fyrir voru, og þeir töldu foringjunt Framsókn- ar og Alþýðuflokksins trú um (á Sjálfstæðisflokknnm stóð náttúrlega ekki), að heimsstyrj- öld væri alveg yfirvofandi og ekki mætti dragast deginum lengur að Bandaríkin tækju ís- land undir sinn verndarvæng. Það varð ekki löng fyrirstaða hjá þessum „ábyrgu" leiðtog- um, þeir gleipttt slúðttrsögttna og háðu um hervernd í algeru heimildarleysi. 1952 var Kóreustyrjöldinni lokið, og eftir það var ekki um að ræða aðrar styrjaldir í heiminum en þessi venjulegu nýlendukúgunarstríð „frjálsra þjóða“, handamanna Islendinga í A-handa- laginu. En það þurfti samt fjögurra ára þrotlausa haráttu alþýðunnar undir forustu Sósíal- istaflokksins til að Framsókn og Alþýðuflokkurinn mönnuðu sig upp í að bera fram þings- ályktunartillöguna ttm brottflutning hersins, til knúnir af ótta við fylgistap í kosningunum, sem fyrir dyrum stóðu. Fjórir mánuðir eru því ekki langur umhugsunartími fyrir þessa flokka. Þeir bíða hinir rólegustu, ef ekkert sérstakt rekur á eftir, og skyggnast um eftir nýjtt „hættuástandi". Nú sem stendur er ttppreisn á Celebes. Líklega vilja þeir bíða og sjá, hvað úr því verður. Viðbrögð þessara flokka í sambandi við heimsatburðina s.l. haust sýna ljóslega, hversu afstaða þeirra í bintim svonefndu herverndarmálum er fjarstæð og haldlaus og hversu 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.