Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 17
BERTOLT BRECHT Til hinna óbornu i. Scmnarlega lifi ég á myrkum tímum! Hi3 græskulausa or3 er fávíslegt. Slétt enni ber vitni um sljóleik tilfinninganna. Sá sem hlær á aðeins enn óheyrða hina hræðilegu frétt. Hvílíkir eru þessir tímar, þegar gengur næst glæpi að tala um tré. Því það boðar þögn um svo margar ódáðir. Sá sem gengur þarna rólegur yfir götuna er víst ekki lengur tiltækur vinum sínum sem í nauðum eru staddir. Það er satt: ég vinn ennþá fyrir brauði mínu. En trúið mér: það er aðeins tilviljun. Ekkert það sem ég geri veitir mér rétt til að eta mig mettan. Af tilviljun er mér hlíft. (Þegar heppni mín dvínar er ég glataður.) Menn segja við mig: Et þú og drekk! Gleð þig við feng þinn! En hvernig get ég etið og drukkið, þegar ég svipti hinn hungraða því sem ég et, og hinum dauðþyrsta er þörf á vatnsglasi mínu? Og þó et ég og drekk. 7

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.