Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Eg vildi einnig feginn vera vitur. I gömlum bókum slendur hvaS só vizka: halda sér utan við þras heimsins og lila hina stuttu stund án ótta. Að komast af án ofbeldis, að gjalda illt með góðu, að uppfylla ekki óskir sínar heldur gleyma þeim er einnig álitið vizka. Allt þetta er mér ókleift: Sannarlega lifi ég á myrkum tímum. 2. Til borganna kom ég á óstjórnartímum, þegar hungrið ríkti þar. Til mannanna kom ég á uppreistartímum, og ég reis upp með þeim. Þannig leið mín tíð, sem mér á jörðu gefin var. Mat minn át ég milli tveggja bardaga. Til svefns lagði ég mig meðal morðingja. Astar leitaði ég án umhugsunar og náttúruna sá ég án góðvildar. Þannig leið mín tíð, sem mér á jörðu gefin var. Göturnar lágu út í ótræðið á minni tíð. Mál mitt ofurseldi mig slátraranum. Eg mátti mín ekki mikils. En þeir sem ríktu hefðu setið í hægara sæti án mín, sú var mín von. Þannig leið mín tíð, sem mér á jörðu gefin var. 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.