Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 20
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Góð tíð Kafli úr Brekkukotsannál EGAR ég er ekki í stofunni að hlusta á merkilegt kvikindi í klukkunni, þá er ég oft að skemta mér útí kálgarði. Grasbrúskarnir milli steina í hlaðinu hjá okkur náðu mér í mitti, en heimulan og rænfángið var álíka stórt og ég sjálfur, hvönnin enn- þá stærri. í þeim garði uxu fíflar meiri en í öðrum stöðum. Við áttum nokkrar hænur og þær verptu eggjum sem voru á bragðið einsog fiskur. í þessar hænur koin eggjahljóð þar sem þær voru að kroppa útundir vegg snennna á mornana; það var þægi- legur fuglasaungur enda var ég fljót- ur að sofna frá honum aftur; og stundum um miðjan dag kom líka í þær eggjahljóð þarsem þær voru að spígspora í stíu sinni, og ég féll enn í leiðslu frá þessum fuglasaung og ilminum af rænfánginu. Ekki má ég heldur gleyma að þakka fiskiflugunni okkar þátt hennar í leiðslu hásumars- ins; hún var svo blá að það sló á hana grænum lit í sólskininu; og sælutóni jarðlífsins linti ekki í streingnum hennar góða. En hvort sem ég var nú að skemta mér í kálgarðinum, á hlaðinu eða í húsasundinu, var afi minn altaf ein- hversstaðar nær á þöglan alviskufull- an hátt. Ævinlega stóðu einhverjar dyr opnar eða á hálfa gátt, bæardyrn- ar eða hjallurinn, netakompan eða fjósið, og hann var þar inni eitthvað að dunda; stundum var hann að greiða netaflækju á grjótgarðinum; eða hann var eitthvað að bánga; aldrei féll honum verk úr hendi, en þó var einsog hann væri aldrei beint að vinna. Eingin sýndi hann þess merki að hann vissi að dreingurinn væri nærstaddur, og ég var ekkert að hugsa um hann heldur, en fann þó einhvurn- egin altaf ósjálfrátt að hann var þarna á bakvið. Ég heyrði hann snýta sér með laungum millibilum og síðan taka í nefið aftur. Þessi þegjandi nær- vera lians á hverjum lófastórum bletti í Brekkukotspartinum, — það var einsog að liggja við stjóra; sálin átti i honum það öryggi sem hún girntist. Enn þann dag í dag þá finst mér oft einsog dyr standi á hálfa gátt einhvers- 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.