Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 31
HIN STERKARI bundna fætur, og því fastar sem ég tók sundtökin með höndunum, þeim mun lengra þokaðist ég niður, niður, unz ég sökk til botns, þar sem þú lást eins og risakrabbi og beiðst eftir að klófesta mig -—• og nú ligg ég hér! Svei, hve ég hata þig, hata þig, hata þig! En þú —■ þú situr bara og þegir, róleg og kærulaus; kærir þig kollótta um hvort það er ný eða nið, jól eða nýársdagur, hvort aðrir eru hamingjusamir eða óhamingjusamir; getur hvorki hatað né elskað; hreyfingarlaus eins og köttur við rottuholu — þú gazt ekki náð bráð þinni, gazt ekki elt hana uppi, en þú gazt beðið eftir að hún kæmi út úr fylgsni sínu! Hér siturðu í horni þínu — veiztu að það er kennt við þig og kallað rottugildran? — og lest blöðin til að forvitnast um hvort nokkrum hlekkist á, hvort nokkur rati í ógæfu, hvort nokkur sé rekinn frá leikhúsinu; hér siturðu fyrir fórnardýrum þínum, vegur og met- ur möguleika þína eins og hafnsögumaður í sjávarháska, tekur á móti sköttum og skyldum! Vesalings Amalía! Trúirðu því, að ég kenni í brjósti um þig samt, vegna þess ég veit að þú ert óhamingjusöm —- óhamingjusöm eins og særður maður, og ótuktarleg af því þú ert sár! Ég get ekki verið reið við þig, þótt ég vildi — því þú ert minni en ég, ef alls er gætt; — já, þetta með Bob: það læt ég mig einu gilda! Hvað sakar það inig svosem! — Og hvort þú kenndir mér að drekka súkkulaði eða einhver annar hefði gert það: skiptir engu máli! Drekkur skeið úr bollanum. Heldur ájram kotroskin. Súkkulaði er reyndar hollasti drykkur! Og þótt ég hafi lært klæðaburð af þér — þá, tant mieux — það tengdi manninn minn aðeins enn traustari böndum við mig — á því tapaðir þú, en ég vann — já, mér virðist ýmis- legt benda til að þú sért búin að tapa honum nú þegar! — Þú ætlaðist auð- vitað til að ég færi mína leið — eins og þú gerðir og iðrast nú sárlega — en sjáðu til: ég fer hvergi! — Við eigum ekki að vera of smámunasöm! Og hví skyldi ég aðeins taka það sem enginn annar vill eiga! Ætli ég sé ekki raunverulega hin sterkari á þessari stund, þegar allt kemur til alls; — þú fékkst aldrei neitt frá mér: þú bara gafst — og nú er mér farið eins og þjófnum: þegar þú vaknaðir, hafði mér áskotnazt það sem þú saknaðir! Hvernig stóð annars á því, að allt sem þú snertir varð einskis vert, ófrjótt? Ekki gazt þú haldið ástum nokkurs manns með túlípönum þínum og ástríð- um — eins og ég gat gert; ekki gazt þú lærl lífslistina af rithöfundunum 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.