Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fræðimenn hefðu talið það elliglöp sagna- ritunar, sem í rauninni væru æskubrek" (ísl. fornr. VI, bls. LXXII). Og áfram: ,.En eigi að síður má fullyrða, að til hefur verið handrit, þar sem sleppt hefur verið ýmsum köflum úr frumsögunni, einkum um ofstopa Þorgeirs og ofurhug, og frá því eru handrit- in M, R og H runnin, en ekki F.“ (sama, bls. LXXV). Hér gefur Nordal til kynna, að textinn í M, sem í útgáfu fornritafélagsins er prentaður sem aðaltexti meðan til vinnst, sé búinn að ganga gegnum einskonar hreins- unareld, þ. e. stílfágun og samræmingu. Augljóst þykir, að sumar sögur hafi stytzt nokkuð í meðförum, en í þeim efnum verð- ur þó að dæma hverja og eina sögu sérstak- lega. Oneitanlega hlýtur að vakna sú spurn- ing, hvers vegna klausurnar voru látnar eft- ir standa, úr því farið var að hreinsa til inn- an sögunnar á annað borð á 13. öld, á tím- urn hinnar miklu stílfágunar. Þó einhverjum skýringum mætti við koma, leynir sér ekki, að „klausurnar“, eins og þær standa nú inn- an um hinn alvanalega sögustíl í M, líkjast miklu meira innskotum en eftirstöðvum, það sýnir glöggt afstaða þeirra til setninga í kring, ekki stílblærinn fyrst og fremst, heldur sjálft innihaldið. Ef að er gáð, sést, að þær vaxa aldrei lífrænt út úr þankagang- inum á undan, heldur er þeim hlaðið ojan á. Að innihaldinu til gera þær ýmist 1) að smjatta á efninu, sem fyrir er, 2) svara því, sem stóð á undan, 3) rökstyðja heimspeki- lega gerðir persónanna. Nóg er að taka eitt dæmi til að sýna, hve gersamlega í lausu lofti klausurnar hanga, hve ólífræn tengslin eru við textann í kring. Bls. 136: „Sofna þeir skjótt. Fjúk ok frost gekk alla nóttina; gó elrís hundr alla jiá nótt óþrotnum kjöpt- um ok tögg allar jarðir með grimmum kulðatönnum. Ok er lýsa tók um morgin- inn“ o. s. frv. — Ekki þarf annað en setja sviga utan um klausuna, svo frásögnin grói saman. Klausan kemur ekki sízt upp um 6Íg vegna þess, að hún er gerð eins og setningin á undan væri ekki til: segir með breyttu orðalagi allt hið sama og búið var að taka fram. Þetta hefði enginn einn og sami mað- ur gert og ekki getað. Setti maður sem svo, að M geymdi tiltölulega óbrjálaðan fruni- texta, hvaða rithöfundur gæti þá skipt um ham bókstaflega í tveimur línum, að hann ætti lengur ekkert sammerkt með sjálfum sér, aðeins í tveimur línunt, siðan eins og ekkert hefði í skorizt? Það væri ljótur Dr. Jekyll og Mr. Hyde í rithöfundastétt. Gerð- um við hinsvegar ráð fyrir því, að hinn ró- legi og nægjusami sagnastíll í M væri meira og minna endurbættur, livaða skrásetjari mundi þá vísvitandi bandlanga slíkt ósam- ræmi til eftirmanna sinna? Fyrst hægt er að benda á slílþróun í ritun Islendinga- sagna, þá er stíllinn orðið meðvitað listrænt tæki, sem ræktaður er með sérstakt mark- mið fyrir augum. Því finnst mér óhugsandi að skrásetjarar, sem á annað borð eru farn- ir að rjála við textann, bæta unt hann, létu slíkt misræmi viðgangast. Sú skoðun Nordals, að klausurnar liljóti að vera upprunalegar, ekki innskot, þar sem „fjarstæða væri að hugsa sér, að slíkt hefði átt sér stað á seinni hluta 13. aldar," sannar ekkert til né frá. Samkvæmt þeirri þróunar- kenningu ætti ljóð Ben. Gröndals yngra og Kristjáns Jónssonar, t. d. að vera ort svo sem 50—100 árum á undan kvæðum Jónas- ar Hallgrímssonar, þar sem óhugsandi væri, að fimbulfambið, sem stundum skýtur upp kollinum hjá þessum skáldum, gæti ltafa læðzt inn í bókmenntirnar, eftir að ljóð- málið hafði náð slíkri fullkomnun, hvað hófsemi og fágun snertir, sem hjá Jónasi. Margt í kvæðum þessara skálda sýnir, að gott fordæmi er ekki einhlítt, alltaf getur skotizt hjáróma tónn inn í listaverk, hafi höfundur þess orðið fyrir einhverjunt ntiður æskilegum áhrifum. Grein Nordals um Fóstbræðra sögu í bók- 24

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.