Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 36
TIMARIT MALS OG MENNINGAR tekur á 13. öld. Þar á meðal eru bardagalýs- ingar. Þær tapa raunsæi, verða ýkjukennd- ar. I stað persóna, sem í senn eru búnar æskilegum og miður æskilegum eiginleik- um, koma aðrar, sem annaðhvort eru alger- ar fyrirmyndir, ímynd fullkomleikans á ein- ltverju sviði eða þá eingöngu fulltrúar hins neikvæða. Þetta tvennt kemur m. a. til greina, þegar litið er á „klausurnar" og þá staði í sögunni aðra, sem bera orðalagi hins sanntrúaða og prestlærða hetjudýrkanda vitni. Víða kjamsar hann mjög á bardaga- lýsingum, bls. 179: „Þorgeirr versk þeim með miklum mjúkleik, en sœkir at þeim með miklu afli ok öruggleik sem it óarga dýr.“ Bls. 180: „Þá snýr Þorgeirr at hús- körlum Snorra ok sœkir þá fimliga, hlífandi með skildi, höggvandi með öxi þeiri, er vön var at fá mörgum manni náttstaðar." Bls. 208: „Nú fyrir því at þeim Þorgrími reynd- isk meiri mannraun at sœkja Þorgeir heldr en klappa um maga konum sínum, þá sótt- isk þeim seint, ok varð þeim hann dýr- keyptr.“ Atkvæðamestur gerist skrásetjarinn, þeg- ar hann lýsir hugdirfð Þorgeirs, bls. 133: „Sýndisk öllum mönnum, þeim er heyrðu þessa tíðenda sögn, sjá atburðr undarligr orðinn, at einn ungr maðr skyldi orðit hafa at bana svá harðfengum heraðshöfðingja ok svá miklum kappa sem Jöðurr var. En þó var eigi undarligt, því at inn hæsti höfuð- smiSr liajSi slcapat ok gefit í brjóst Þorgeiri svá öruggt hjarta ok hart, at hann hrœddisk ekki, ok hann var svá öruggr í öllum mann- raunum sem it óarga dýr.“ I þessari tilvitn- un má glöggt heyra, hvernig skrásetjarinn grípur fram í fyrir sögunni eins og rödd frá áheyrendabekkjum undir leiksýningu. Hon- um hefur ekki þótt sagan taka nóg af skarið um það, hver sá hlutur var, sem hjálpaði Þorgeiri. ■— Bls. 128: „eigi var þat blóðfullt, (hjarta Þorgeirs) svá at þat skylfi af hræzlu, lieldr var þat hert af inum hæsta höfuð- smið í öllum hvatleik." Bls. 208: „Almáttigr er sá, sem svá snart hjarta ok óhrætt gaf í brjóst Þorgeiri,“ o. frv. Bls. 210: „at þeir klyfði hann til hjarta ok vildu sjá, hvílíkt væri, svá hugprúðr sem hann var ...“ Með þeim viðbótum, sem nú var vitnað til síðast, fremur skrásetjarinn að mínum dómi grundvallarrask á sögunni. Til að sanna mitt mál, verð ég að vitna til sögunn- ar sjálfrar, þ. e. a. s. Þorgeirs, eins og við kynnumst honum af viðbrögðum hans í sög- unni. Að því loknu reyni ég að gera saman- burð á þeim Þorgeiri, sem skrásetjarinn smeygir inn í söguna, og hinum, sem þar var fyrir. 2 Eins og áður er getið, álíta menn Fóst- bræðra sögu í hópi elztu Islendingasagna. Þykja brotalamir á gerð hennar, sem sýna, að sagnaritunin hafði ekki náð fullkomnun. Kaflana um Þormóð á Grænlandi telja menn bezta. Þrátt fyrir það er sagan gædd mörg- um þeim kostum, sem prýða fremstu sög- urnar, ef frá eru skildar augljósar viðbætur: höfundur er hlutlaus áhorfandi þeirra at- burða, sem hann segir frá, hann ætlar sér ekki að kenna neinum neitt, heldur aðeins lýsa lífinu á eins raunsæjan hátt og frekast var unnt. Fóstbræðra saga er hvorki ættar- né hér- aðasaga. Hún er í flokki þeirra sagna, sem greina frá æviferli einstakra manna. Söguna um Þorgeir semur höf. þannig, að hann raðar saman smáþáttum, sem samdir eru um víg hans, og myndar ein aðför eða bardagi kjarnann í þeim öllum. Það liggur næst mér að líkja hverri ein- stakri frásögn við köngulóarvef, þar sem spunnir eru þræðir úr öllum áttum að ein- um þéttum hring. Aðeins á einum stað er þungamiðjan önnur, eða þegar Þorgeir bjargar þjófinum undan exi Illuga. Mér þykir sennilegt, að ekki hafi varð- 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.