Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 37
ÞORGEIR HÁVARSSON veitzt ýkja margt annað í munnlegri geymd en stuttar sagnir um víg þessi, en þeirra er getið í erfidrápu Þormóðar. Hefði höf. þekkt fleiri sagnir um Þorgeir, væru þær vafalaust í sögunni engu síður en sú um þjófinn. Mér finnst þetta líklegt, því lang- mestur hluti kaflanna, séu þeir skoðaðir niður í kjölinn, eru samtöl og smáatriði, sem fólk setur ekki á sig. Ef litið er á 3. kaflann, þar sem segir frá fyrsta vígi Þor- geirs, hefði vitneskjan um það, á þeim tíma, þegar sagan er rituð, getað hljóðað eitthvað á þessa leið: Sagt er, að Þorgeir liafi farið frá Reykjahólum suður í Borgar- fjörð að hefna föður síns. Kom hann seint um kvöld að Skeljabrekku og vó Jöður í bæjardyrum. Komst hann klaklaust undan og heim að Hávarsstöðum og dvaldist þar um nóttina. I bítið morguninn eftir hélt hann aftur vestur að Breiðafirði. í útgáfu fornritafélagsins er frásögn þessi prentuð á sex síðum. Nákvæmlega tveir þriðju hlutar hennar eru í beinni ræðu: fyrst samtal Þorgeirs við húskarl á Skeljabrekku, þá við Jöður, síðan samtal húskarls og griðkonu á Hávarsstöðum við Þórelfi og síðast viðræður þeirra mæðgina. Einn þriðji hluti frásagnarinnar er lýsing á ferð Þorgeirs suður í Borgarfjörð, veður- lag og þess háttar, og var hann þar einn til frásagnar, en maðurinn fámáll um sína liagi, eftir sögunni að dæma. Þá er einnig sagt frá því, hvernig hann vegur Jöður og lýst í smáatriðum eins og þessu, bls. 130: „hann hefir spjót í hægri hendi ok sneri fram oddinum, en öxi í vinstri hendi“. Svo aftur sé vikið að samtali fólks á Há- varsstöðum, sem mjög er langt á mæli- kvarða sögunnar, þá finnst mér fráleitt, að nokkuð af því hafi komizt út til fólks og til flutnings mann frá manni. Því, sem kastað er fram á náttarþeli í skála á ein- hverjum bæ, verður tæplega tekið sem merkilegum tíðindum. Eða hví ætti Þórelf- ur að hafa stungið því að griðkonum sín- um daginn eftir, sem hún sagði við dreng- inn um nóttina, og varla hefur Þorgeiri þótt þetta samtal við móður sína svo mjög frábrugðið öðrum, að hann legði á sig það ómak að læra það utan bókar. Því vita menn nokkurn tíma fyrirfram, hvað af öllu því, sem þeir segja daglega, kann síðar að þykja hlekkur í atburðarás lífs þeirra? Sumir fræðimenn álíta, að fornsagna- höfundar hafi unnið úr stuttum rituðum heimildum um söguhetjur sínar. Hafi verið um að ræða brot af þessu tæi, þykir mér sennilegt, að þar hafi skráð verið það, sem eftir stóð í munnlegri geymd um nafn- kunna sögualdarmenn og skrásetjarar hafa talið fót fyrir. Frásagnir þessar hafa því líkzt þeim dröngum, sem eftir standa, þeg- ar vindur og vatn hefur sópað burt ístöðu- minni jarðlögum í kring. Ekki þykir mér ósennilegt, að þannig sé ástatt um munnmælin, þegar höf. Fóstbrs. tekur að færa sögu Þorgeirs í letur. Má raunar sjá þess víða dæmi í sögunni. Á sjö stöðum er minnzt á herferðir þeirra fóstbræðra á Ströndum, sem hljóta að hafa verið mjög sögulegar, en höf. hefur þetta eitt að segja; bls. 133: „Váru þeir Þor- móðr inir beztu vinir, fengu sér einn ferju- stút, ok réðusk til þess skips sjau menn aðrir með þeim, létu reiða yfir um sumarit í ýmsa staði ok váru miðlungi vinsælir." Ég hneigist því að þeirri skoðun, að Þorgeir í Fóstbræðra sögu sé saminn upp úr fremur fábreyttum munnmælum, en höf. hafi mótað úr þeim eins eðlilegan einstakl- ing og honum var unnt. Vík ég nú nánar að persónunni. 3 Þegar fornsagnahöfundar leiða einhverja persónu til sögunnar, lýsa þeir henni í höfuðdráttum, útliti, skapgerð og hvar hún búi, einnig mjög oft, hvort hún sé vinsæl 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.