Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ek gisting at þrœlum, mæl þú, at Jöðurr gangi út.“ Nú kom það að vísu fyrir, að mönnum þætti óvirðing í því að láta vinnufólk leiða sig í bæinn. Um þetta segir svo í neðan- málsgrein í Hænsna-Þóris sögu (ísl. fomr. III, bls. 28): „Þeim mönnum, sem mikils háttar voru eða fundu eitthvað til sín, þótti óvirðing að þiggja gistingu af öðrum en húsbónda sjálfum.“ — Hið fyrra getur tæpast átt við Þorgeir, því mikils háttar maður verður hann ekki talinn, fimmtán ára gamall, sonur fremur illa þokkaðs smá- hónda, þó hann væri vel kynjaður í móður- ætt. Hér er að vísu um að ræða herbragð hjá Þorgeiri til að lokka Jöður fram, en höfundi var hægðarleikur að láta Þorgeir taka öðruvísi til orða, hefði hann ekki sjálfur álitið hann nokkuð hrokafullan, enda slær liann aflur á sama streng síðar í sögunni, og tekur þar af skarið um, að ekki var herbragðið allsráðandi, en það er, þegar Þorgeir fer fyrir Ólaf konung norður á Strandir, í Steingrímsfjörð, að hefna eins af hirðmönnum hans, bls. 185: „Þórir ... gengur út í dyrrnar ... ok heilsar þeim, er komnir váru. Þorgeirr tók ekki kveðju hans ok mælti_____“ Að minnsta kosti tveir staðir enn í sög- unni varpa ljósi á áðurgreinda lýsingu höf- undar. Annar lýsir yfirgangssemi, hinn þverlyndi, ósveigjanleika. I fyrra skiptið er sagt frá því, hvemig fóstbræður, Þorgeir hefur orðið fyrir þeim, hafa hvalinn af Þorgilsi og hans mönnum. Fyrst segir sag- an, bls. 148: „... berr honum (þ. e. Þor- geiri) engi hvalföng í hendr, þar sem hann var kominn, né önnur gœði“. Þá fréttir hann, hvar Þorgils er að hvalskurði, fer þangað og segir þeim að láta af hendi eitt- hvað af hvalnum, annaðhvort það, sem óskorið var, eða helming af öllu skomu og óskornu. Góðbóndanum Þorgilsi hefur þótt ástæðulaust að láta strákana segja sér fyr- ir verkum, því svo segir Grettla um hann: „Þorgils var aðdráttarmaðr mikill, ok fór á Strandir hvert ár; aflaði hann þar hvala og annarra fanga." — Hann segir Þor- geiri, hls. 148: „Lítit er mér um at ganga af hvalnum, en vér erum ráðnir til at láta eigi lausan þann hlut fyrir yðr, er skorinn er, meðan vér megum á halda á hvalnum.“ Þorgeirr mælti: „Þat munu þér þá reyna verða, hversu lengi þér haldið á hvalnum fyrir oss.“----Eftir þetta lýstur flokkun- um saman í bardaga, og felldi Þorgeir Þor- gils og varð sekur skógarmaður fyrir vikið. Hin frásögnin er um það, þegar Bjarni í Hundadal tekur hest, sem þar er í hagan- um, til að ríða fyrir kindur. Reyndist þetta vera hestur Þorgeirs, en frændur hans á Reykjahólum voru þá á leið til þings, en Þorgeir til skips. Höfðu þeir áð skammt frá Hundadal og héldu síðan heim þangað. Þorgeiri var fenginn ldyfjahestur að ríða. Heima á hlaði situr Bjarni á hestinum, Þorgeir segir honum að stíga af baki. Þeir ræðast alllengi við. Bjarni, bls. 155: „Ek mun nú litlu við auka um reiðina, því at ek mun eigi lengra ríða en heim til dura.“ Þorgeirr mælti: „Þat vil ek, at þú stígir nú þegar af baki.“ Bjarni segir: „Ekki mun hestinn skaða, þótt ek ríða heim til húss.“ Þorgeirr mælti: „Ek vil þessu ráða, at þú ríðir eigi lengra at sinni.“ — Bjami skellir skolleyrum við þessu, svo Þorgeir drepur hann. Þó einhver óvirðing hafi falizt í því að láta stela hesti sínum, er það fyrst og fremst skapgerðin, sem hér ríður bagga- muninn, ekki siðaformúla. Þorgeir hefur blygðazt sín fyrir að þurfa að stíga á bak klyfjahestinum, og mér er næst að halda, að hann hefði drepið Bjarna, þó sá hefði stigið strax af baki, ef marka má viðbrögð hans annarstaðar í sögunni. Á þremur stöðum er að finna dæmi um kappsemi þá, sem höf. talar um í lýsing- 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.