Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR víg hans og hvernig liann hregzt við' ýmsu því, sem að höndum ber. Sný ég mér að þessu tvennu um leið og ég vík nánar að klausuhöfundi. Ég minntist áðan á það rask, sem hann fremdi á sögunni, þegar hann tók að skjóta inn köflum, sem beina áttu athygli iesandans að hugdirfsku Þorgeirs. Að mín- um dómi var þessi góði eiginleiki óþekkt fyrirbrigði í sögunni áður, þar var Þorgeir kappsamur vígamaður og heldur ófyrirleit- inn. Þennan mann vill höfundur sýna á sem raunsæjastan liátt. Klausuhöfundur er af öðru sauðahúsi. Ilann er ofstækisfullur hetjudýrkandi. Hann sættir sig ekki við liinn fyrri Þorgeir og tekur ákaft að smeygja inn í söguna lofræðum um hann, hvenær sem því verður við komið. Hann vill breyta persónunni úr kappsömum víga- manni f hugprúða hetju. Flestir fara að trúa viðbótunum, gera Þorgeir að hetju, eftir að hafa lesið nokkrar blaðsíður, af- saka gerðir hans, sem þeim finnst ekki beint samsvara þeim lofræðum, sem alltaf skjóta upp kollinum annað veifið. Tilraun klausuhöfundar mistekst, en hversvegna? Því er auðsvarað: Hann varar sig ekki á því, að frumhöfundur liefur þegar byggt upp alla söguna, allar lýsingar á vígum Þorgeirs og viðbrögðum með til- liti til kappseminnar, eða öllu heldur van- stilltrar vígamennsku, en lætur hann aldrei drýgja neina hetjudáð, sem vitaskuld var skilyrði fyrir því að breytingin mætti tak- ast. Iíonum verður því sú gleymska að falli að bæta hvergi inn í þáttum, þar sem Þorgeir fær tækifæri til að drýgja hetju- dáðir. Ef litið er á Grettlu, er öðru máli að gegna. Þar liafa atburðirnir sjálfir gegnsýrzt af hetjuhugmyndum fólks, því alþýðan tók ástfóstri við Gretti og breytti smám saman hinni sannsögulegu persónu. Guðni Jónsson segir þannig í formála fyrir sögunni: „I þessum frásögnum er komið langt frá liinni upphaflegu arfsögn. Hún hefur breytzt í þjóðsagnir, og Grettir sjálf- ur í þjóðsagnahetju, sem gædd er yfirnátt- úrulegu afli“ (ísl. fomr. VII, xlix). Þannig er þessu ekki háttað um Þorgeir. Alþýðan fann aldrei til neinnar samúðar með honum né dáði hann úr hófi fram, hún tók liann aldrei upp á arma sína, og því eru frásagnirnar í sögunni aðeins um mislyndan vígamann. Innskot klausuhöf- undar eru því um allt aðra persónu, Þor- geir Hávarsson, sem hvergi er til nema í þessum fáu viðbótarlínum. Hann setur í hann aðra driffjöður, sem hann kallar hug- prýði, en tekur úr þá sem fyrir var og hét kappsemi. En það slæma hendir, að per- sónan breytist hvergi, láti lesandinn ekki villa «ér sýn. Þessa brotalöm á sögunni verður að sanna með tilvitnunum úr henni sjálfri, þ. e. sýna á hvaða hátt Þorgeir vegur menn og við hvaða aðstæður helzt. Kemur það allt heim og saman við það, sem frumhöf- undur hafði sagt okkur um manninn. Sagan segir, að Þorgeir hafi átt sköfn- ungsexi eina stundar mikla og öflugt fjað- urspjót. En þá voru sverð ótíð mönnum til vopnabúnings, segir sagan ennfremur, og verður þess víða vart í sögum. Þessi tvö vopn Þorgeirs er vert að hafa í huga og fylgjast nú með vígaferli lians. Ég tel víg- in ekki upp í réttri röð, heldur eftir skyld- leika þeirra innbyrðis. Tilvitnanir tek ég úr texta Hauksbókar, svo langt sem hann nær. Fimmtán vetra gamall vegur Þorgeir mann í fyrsta skipti, eða þá þreifst starf upp, eins og Þormóður kemst að orði í erfidrápunni. Hann vegur Jöður í bæjar- dyrum eftir nokkrar orðræður; áttu Jöður og liúskarlar hans dimmt út að sjá. Bls. 130: „Nú er þá varir sízt, þá gengr Þor- geirr at durunum og lagði spjóti á honum 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.