Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeir sem leið lá upp dalinn, Butraldi og fé- lagar hans nokkru fyrri og héldu þeir heið- arbrekku þá, sem venjulega er gengin. Sér Þorgeir, að þeir eiga við Iiarðfenni að stríða, leggur lykkju á leið sína og kemst á brekkubrúnina á undan þeim. Hann stend- ur þar og sér hvar Butraldi kemur, bls. 146: „Butraldi mælti þá: „Rann kappinn nú?“ Þorgeirr segir: „Eigi rann ek; því fór ek aðra leið, at ek þurfta eigi at skora fönn fyr- ir mér, en nú mun ek eigi renna undan yðr.“ Þorgeirr stendr þá á brekkubrúninni, en Butraldi skorar fönnina. Ok er hann kom í miðja brekkuna, þá setr Þorgeirr spjót- skepti sitt undir sik ok snýr fram oddinum, en hefir öxina reidda um öxl, rennir fönnina ofan at Butralda. Iiann beyrir bvininn af för Þorgeirs ok lítr upp ok finnr eigi fyrr en Þorgeirr hjó framan í fang honum ok þar á hol; fellr hann á bak aptr. En Þorgeirr rennir fram yfir hann, til þess at hann kemr á jöfnu, svá hart, at förunautar Butralda lirjóta frá í brott.“ — Þeir styrma yfir hon- um, en Þorgeir fer aftur upp á hrekkubrún- ina og suður til Reykhóla. Lýsing þessi er snilldarlega gerð og ekki ósennilegt, að Njáluhöfundur sé undir áhrif- um frá henni, þegar hann lýsir stökki Skarp- héSins milli ísskaranna. Þó er sá munur á, að þar hvílir megináherzlan á íþrótt Skarp- héSins, og þótt hér sé höfðað til fimleika Þorgeirs, beinist athygli lesandans ekki síð- ur að tækifærinu, sem hann grípur, til að vega manninn að óvörum. Nokkuð líkt er um víg Bjarna í Hunda- dal. Hann þrjózkaðist, eins og áður er frá greint, en þolinmæði Þorgeirs í hóf stillt. BIs. 155: „Bjarni vill snúa hestinum heim til garðshliðsins ok ríða heim til húss, en Þorgeirr leggr spjótinu til hans ok þegar í gegnum, svá at hann fell þegar dauðr af haki.“ — Sauðamaður, sem þar var að „byrgja kvíadyrnar“, sér þetta, heggur til Þorgeirs með exi, en hann fær varið sig og heggur í hausinn á sauðamanni, og þurfti sá ekki meira. Hefur það sennilega verið skrýtið vopn, sem sauðamaður bar, tæpast mikil stríðsexi, því hann var að koma frá því að reka kindur í kvíar; bls. 154: „Skúfr er þá heim kominn ok rak sauðinn í kvína.“ Lengst er lýsingin á því, er Snorri á Hvíts- stöðum verður fyrir barðinu á Þorgeiri og fellur ásamt tveimur húskörlum. Var Þor- geir á leið til skips við annan mann og fór fram hjá bæ Snorra, en klyfjahestar, sem hann rak, hlupu í túnið og þótti þar gott að nasla. Stóð Þorgeir í stappi við að reka þá úr túninu. Þetta sá Snorri og reidd- ist, en hestarnir óðu í slægjunni, „gengr inn ok tekr mikit krókaspjót, hleypr út ok bann- ar hestunum." Snorri fer hranalega að þessu og egnir Þorgeir, sem er alvopnaður, sbr. bls. 178: „hann reið með skjöld ok spjót, hjálm ok öxi.“ — Hleypur hann af baki og hrekur Snorra til lambhúsa, sem þar voru, og tekur að berjast við hann og húskarlana tvo, sem brátt urðu sárir, „því at þeir höfðu skammskeptar öxar.“ Þorgeir stekkur upp á kofaþakið, rýfur þar gat á torfið, en Snorri, sem hafði ekki annað vopn en spjót, leggnr því þar út um. Þorgeir er vel á vegi staddur með öxina og heggur spjótið af skafti. Er þá Snorri vopnlaus. Hleypur Þorgeir nú inn um gatið „ok hjó öxinni í höfuð Snorra ok klauf allan hausinn." Var nú vandalítið að sækja að tveimur særðum og illa vopnuðum húskörlum með sköfnungsexi einni stundar- mikilli og skildi, enda drap hann þá báða. Illa kemur hól klausuhöfundar heim við það, hvernig Þorgeir vegur Gaut Sleituson. Þeir voru báðir búnir að taka fari með skipi Illuga Arasonar, og beið skipshöfnin eftir honurn norður í Hraunhöfn. Mönnum var skipt í tvö mötuneyti. Dag einn, þegar Þor- geir og hans menn eru að afla eldiviðar, kvarta lagsmenn Gauts um, að þá vanti í eldinn, illa gangi að sjóða matinn. Gautur fer þá í tjald Þorgeirs, brýtur spjótsskaft 34

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.