Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 45
ÞORGEIR HÁVARSSON
hans og skjöld og notar undir ketilinn. Þeg-
ar Þorgeir kemur heim, spyr hann, hver gert
hafi. Gautur segir hreinskilnislega frá. Þor-
geir reiðist ekki. Daginn eftir fara hinir að
leita að eldiviði. Allt fer á sömu leið. Þor-
geirs menn kvarta, og hann fer og notar
vopn Gauts undir ketilinn. Gautur kemur og
sér verksummerki, reiðist, heggur til Þor-
geirs sem fær varið sig, þó skeindist hann
lítillega. Hlaupa nú menn til og halda þeim.
Þeirgeir segir, bls. 200: „Ekki þurfu þér
mér at halda, ekki geri ek at sinni.“
Lesandanum verður á að hugsa: ja, nú
þykir mér drengur stilla sig. Því býður hann
ekki Gauti að berjast við sig eins og Þor-
gilsi? Ekki varð honum sýnd meiri móðgun
en sú að brjóta vopn hans, sem var ráðinn
atvinnumaður hjá Olafi konungi til að vega
menn. Var meiri ástæða til að reiöast þessu
en bæði heststuldinum og frýjuorðum Butr-
alda. Getur veriö, að Þorgeiri liafi ekki þótt
Gautur árennilegur, en svo er honum lýst
fyrr í sögunni, bls. 157: „Gautr var mikill
vexti ok sterkr at afli, ódæll ok harðfengr.“
— Hvað sem því líður þá gerist þetta, bls.
200—201: „Ok um nóttina stendr Þorgeirr
upp ok tekr öxi sína ok gengr í tjald þat, er
Gautr svaf í ok vekr hann. Gautr sprettr
upp ok vildi grípa vápn sín. Þá hjó Þorgeirr
í höfuð Gauti ok klýfr hann í herðar niðr,
ok gekk brott síðan til tjalds síns.“
Aður er því lýst, þegar Þorgeir býður
Þorgilsi til bardaga, og er það eini staður-
inn í allri sögunni, þar sem ætla mætti, að
reynt hafi á Þorgeir. I hin skiptin er hann
til muna betur vopnum búinn eða flýtir sér
að vega mennina, áður en þeir fá vörn við
komiÖ. Bardaginn við Þorgils lýsir mikilli
kappsemi, en auðfundið er, að höfundur
vill ekki bera oflof á Þorgeir, því hann segir
bls. 149: „en fyrir því at Þorgeirr var þeira
meir lagðr til mannskaða, þá fell Þorgils
fyrir honum.“ Ekki leggur hann sérstaka
áherzlu á hugprýði þá, sem klausuhöfundi
verður sem tíðræddast um, enda hefði höf-
undur þá komizt í úlfakreppu, ef litið er á
frásögn þá, sem nú skal greint frá:
Nokkrum dögum eftir víg Gauts sér Þor-
geir, að skip kemur af hafi og leggst við
akkeri ekki langt þar frá. Rær hann á báti
þangað og spyr, hverjir ráði fyrir skipinu.
Er honum sagt, að það séu þeir Þórarinn
ofsi og Þorgrímur trölli; bls. 201—202:
„Hann spurði, hversu margir menn váru á
skipinu. Þorgeiri var sagt, at þeir váru f jór-
ir tigir vígra manna þar á. Þorgeirr sá, at
þar var mikill liðsmunr, ef þá greindi á, því
at þeir Þorgeirr váru eigi meir en tuttugu
menn.“ „Þá mælti Þorgeirr: „Af því at þat
er mælt, at hér sé hvárirtveggju eigi at fullu
jafnaðarmenn, þá sýnisk mér, at vér setim
grið vár á millim sakar varygðar." — Þessu
játa hinir, en rjúfa, er þeir frétta víg Gauts,
sent var frændi Þórarins.
I þessari frásögn birtist Þorgeir í nýju
ljósi. I fyrsta skipti á hann við ofurefli að
etja, því í viðureigninni við Hækils-Snorra
er liann svo miklu betur vopnum búinn, að
það vegur fyllilega upp á móti húskörlun-
um. Sá bardagi líktist því, að þrír meðal-
menn tefldu á móti einum vönum skák-
manni, sem hefði tvær drottningar í byrjun
en þeir eina.
Hvernig bregzt nú Þorgeir við í þetta
sinn? Hann virðist hafa gleymt því, þegar
hann fór gegn hændum á Hornströndum við
níunda mann og þótti ekki orð á gerandi
um liðsmuninn. Síðan þá hafði hann að vísu
kynnzt hinum kristna konungi, en mjög er
hæpið, að sáttfýsi hans sé þaðan runnin,
því þau voru helzt viðskipti hans við kon-
ung, að því er sagan segir, að sá sendi hann
norður og vestur yfir gráðugt úthafið til að
hafa upp á bónda einum í Strandasýslu og
drepa. Hvernig hann vó Gaut, sýndi heldur
ekki verulega hugarfarsbreytingu frá því,
sem veriÖ hafði fyrir fyrstu utanförina. Með
þessari frásögn gefur höfundur Ijóslega til
35