Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sjalfan tala áfram, þá skýrir hann það fyrir sitt leyti í sörnu grein (bls. 90), hvers vegna fornmenn, forfeður okkar, séu jafnan svo rniklir og sterkir: „Eg gat þess áðan hvern- ig við sæum víða í fornsögunum örla á þeirri risaþjóð, sem byggði fjöll Noregs og klettastrendur, og síðan fluttist með land- námsmönnum til Islands. I hinni miklu um- myndun fomrar þjóðsögu til skáldskapar, sem hjá okkur verður á ritöld, er þessi dul- þjóð víða orðin mennsk á svipinn, jafnvel orðin að mönnum, með því svipmóti, sem var hugsjón þrettándu aldar, persónum sem eru hafnar uppí hæðir hetjuskáldskapar- ins.“ Ilér höfum við þá á einum stað saman- komin rökin fyrir mannlýsingum sögunnar; húið er að svipta burt því, sem hetjuhug- sjónin hlóð utan á löngu liðnar persónur, en þær í staðinn leiddar fram á sviðið sem hvert annað fólk. Það kemst ekki hjá því að hera ummerki kveisu og kramar, því það var nú einu sinni svo óheppið að þurfa að burð- ast með líffæri, sem ekki láta leika á sig, lieldur bregðast við algjörlega í samræmi við það, hvernig að þeim er búið. Nútímamönn- um reynist því tiltölulega auðvelt að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum, sem skort- ur af þessu tæinu eða hinu hlýtur að hafa í för með sér fyrir mannslíkamann, staður eða stund skiptir ekki máli. Svo er lækna- vísindum fyrir að þakka. En hitt ber að hafa í huga, að mannlýsingum sögunnar er ekki beint gegn andlegum eiginleikum, trúfesti, viljaþreki, réttsýni og fleiri góðum dyggð- um, heldur eiga þær rætur sfnar að rekja til þess, sem þjóðinni var ósjálfrátt: við hvern var að sakast, þó landið væri óblítt og skip með kornvöru kæntu sjaldnar en góðu hófi gegndi? Aðstæður sem þessar gera það eitt að verkum að stækka forfeðurna í okkar augum, líf þeirra verður ennþá stórkostlegra „kraftaverk" fyrir bragðið. í fornum bókmenntum og listaverkum eru oft kryddaðar lýsingar á fræknleik söguhetj- anna. Þegar Pallas Aþena sprettur bryn- klædd og fullsköpuð út úr höfðinu á Seifi, Herkúles berst við slöngur í vöggu sinni, hetja í Kalevalakvæðunum liggur þrjátíu ár í móðurkviði, önnur hetja í germönskum sögnum ber brynju eins dags gömul, Egill sagður jafn hraustur hálfvöxnum ungling- um þriggja ára gamall, Jesús Kristur sýndur á mörgum málverkum sem vöðvaður aflraunamaður í fangi móður sinnar, þá er skýlaust um að ræða annað veldi af orðun- um „mikill og sterkur“, stigsmun, ekki eðl- ismun. Sé mönnum þetta ljóst ætti að skilj- ast, að mannlýsingamar í Gerplu eru ekki að afskræma sögulegar staðreyndir. III Þó Gerpla sé ekki sagnfræðileg skáld- saga, í þrengsta skilningi þess orðs, reki ekki æviferil Þorgeirs eftir strangvísinda- legum heimildum, sem ekki eru til í raun- inni, verður höfundur að taka tillit til sagn- fræðilegra staðreynda, að því varðar tíma- bilið, sem sagan er látin gerast á, svo ekki sé um hreina útópíu að ræða. Þó skáldverk þurfi ekki að lýsa því, sem hejur gerzt, þar á ég við skáldsögur í augum nútímamanna, verða höfundar að sjá svo um, að lesandinn trúi, að þetta eða hitt hefði getað gerzt. Þess vegna verður hið sögulega baksvið Gerplu að vera trúlegt, því nútímamenn krefjast þess, að persónurnar fái staðizt. Hitt er svo annað mál, á hvað höfundur leggur höfuðáherzlu í túlkun sinni, þar er komið að boðskap bókarinnar. Setjum sem svo, að einhverjir tveir aðrir höfundar en Laxness hefðu skrifað um sama efni. Allir yrðu þeir að taka til greina kristnitökuna, víkingaferðir, hetjukvæði á vörum fólks, svo eitthvað sé nefnt, en í túlkun sinni er þeim frjálst, hvort þeir leggja þyngri áherzlu á þetta atriði eða hitt. 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.