Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 53
ÞOKGEIK HAVARSSON Hvernig er nú umhorfs á fslandi um það leyti, sem Þorgeir Hávarsson vex úr grasi? Gert er ráð fyrir, að hann sé fæddur nálægt 995. Þessu svarar Bjöm Þorsteinsson, að Jiví er snertir sjálft þjóðfélagið (ísl. þjóð- veldið, bls. 114—115): „Um 1000 höfðu þrjár til fjórar kynslóðir búið í landinu og þjóðfélagið orðið allfast í sniði. Ólga vík- ingaferðanna er að fjara út, ættarfjölskyld- ur og stórbýli þeirra að skiptast upp, en býlum bjargálna bænda fer fjölgandi. Slíkir bændur eru friðsamir menn.“ — Um hina siðfræðilegu hlið málsins farast Nordal svo orð (ísl. menn. bls. 189): „Á hin forn- germönsku hetjukvæði má líta sem undir- stöðu norrænna siðferðishugsjóna á síðustu öldum heiðninnar. Hvort sem þau hafa bor- izt fyrr eða síðar til Norðurlanda, er það ekki fyrr en með uppreisn og viðgangi ein- staklingsins á vfkingaöld, að áhrif þeirra geta notið sín að ráði og ný dæmi af sama tagi farið að bætast við.“ í þessu menningarandrúmslofti elst Þor- geir upp, í þjóðfélagi, sem er í rauninni friðsamt, fjarri stórviðburðum sögunnar. Og þá er komið að einum höfuðþættinum í persónu hans, sem er uppeldið í föðurhús- unum. Laxness virðist sníða það alveg eftir vísu Egils: Það mælti mín móðir. Siðspeki móður Þorgeirs og ráð eru það vegarnesti, sem aldrei gengu til þurrðar, en olli honum allt um það mörgum sárum vonbrigðum, sem fengu þó aldrei hvikað honum frá barnatrúnni. Rek ég nú það, sem stendur í Gerplu um uppeldi hans. Bls. 25—26: „Það kendi Þór- elfur húsfreya syni sínum að málróf væri ómaga aðal og þeirra kvenna er með húsum gánga; orð kvað hún til allra hluta fánýt nema þess lofs er byrjar konúngum, sverði og orustu; hetja tekur lítt af um flesta hluti, og fæst ekki af honum lof né last, og ekki utan það orð sem hann er á hverri stundu reiðubúinn að styðja með vopni: eru eingi svör rétt uppi höfð í neinu máli utan sannyrði sverða. Dugur manns í ófriði, hreysti og slægviska, það er manngildi hans. Hvort hann lifir leingur eða skemur, hvort hann stendur eða fellur í orustu, aungu máli skiftir það ef frægðarljóma ber á verk hans. Það voru manngæði að vera jafnóhræddur um líf sitt þótt við ofurefli væri að etja, eins og þá er menn höggva máttarlítinn óvin sinn óviðbúinn. Það var göfugmannlegt að þola aungum manni frýu, efna hefnd fyrir hnekk, kunna að gera sér vísa f jándur af vélöndum, verða fyrri til höggs. Það mælti móðir hans að góður dreingur skyldi vera þeim kon- úngi tryggvastur er örlátastur var, fylgdi slíkum konúngi gæfa, en þó skyldi þenna svíkja í trygðum ef hann skyrti fé. Aldregi skyldi góður dreingur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófriður var í boði. Það mælti og móðir hans að góður víkingur þyrmdi aldregi konu né barni í hernaði. En hver sá maður er fylgdi þessum heilræðum, þá mundi uppi nafn hans með þjóðum með- an miðgarðsormur væri bundinn.“ Það verður hlutskipti Þorgeirs að halda þessari siðfrœði til streitu og þar með að sýna fram á haldgæði hennar eða haldleysi. Leiðir hún til farsældar í mannlegu félagi? Er hún það, sem ráða skal samskiptum manna eða er hún spor, sem þegar hefur verið stigið og er þar með úr sögunni? Þessu á Þorgeir að svara. En er til nokkuð annað? Því á Gerpla að svara. Á þessari siðfræði matar nú Þórelfur son sinn öllum stundum; bls. 11: „Þá er Hávar bóndi var „úti að störfum, hlýddi Þorgeir sonur hans kvæðum móður sinnar heima“. — En á kvöldin tekur faðir hans við, bls. 11: „sagði hann syni sínum af því er hann barðist einn við tólf berserki í Danaveldi“. — Ekki gat því hjá því farið (bls. 12) að: „Þorgeiri virtist snemma faðir sinn jafn- brýna þeim görpum sem hæst bar í fræðum móður hans.“ Og (bls. 10): „þó var honum 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.