Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kallmennsku að verja eigur sínar.“ — Þess í stað vitnar hann í annað boðorð, sem móð- ir hans kenndi honum; bls. 238: „Kendi mér ]>að móðir mín á íslandi, að skemtan öll og spott sé þarflaus iðja og sæmi lítt gildum mönnum.“ — Aftur á móti segir hann bls. 199: „Vona eg að næst er vér höldum bar- daga, þá verði þeir kappar fyrir mér er mín móðir hefur sagt að sé í orustum." Og á þessum stað gerir hann lýðum ljóst enn eitt sinn hver ákvörðun hans sé. í fáum orðum þjappar hann hugsjón sinni saman, lds. 239: „Af jörðu þá eg mátt minn og megin, og munum vér aldregi á kerski liyggja, og hvorki að konum lúta né börn upp hefja, og eigi in heldur goð blóta, og aldrigi vœnta oss ténaðar aj manni, konu né goði, utan af jörðu einni“ íleturbreyting mín). Þarna er Þorgeir Hávarsson allur. Verður nú ekki lengur hjá því komizt að lesa í þann boðskap, sem skáldið flytur með öllu þessu. Hvar er hið mikla neikvæði persón- unnar fólgið? V Gerpla er skuggsjá okkar tíma. Atburðum og persónum í sögunni er hagað með það fyrir augum að vera sem sönnust mynd af vandamálum nútímans. Siðalærdómar bók- arinnar eru handa líðandi stund. Allar þess- ar löngu liðnu persónur tala beint til okkar, við erum neydd til að taka afstöðu gagn- vart þeim, með þeim eða móti. Hvaða lærdóma skal þá draga af sögu Þorgeirs? Ifann hefur til að bera marga kosti, þess er ekki að dyljast, en þó dæmir skáldið hann vægðarlaust. Oft sýnist höf- undur glotta að drengskaparhugsjón hans, en lofar aftur á móti sumar persónur sög- unnar mjög, drengskaparmenn eins og Þor- gils Arason. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort höfundur sé í raun og veru að höggva að rótum fornra dyggða, manndóms- hugsjón Islendinga, drengskapnum. Margir hafa látið þá skoðun í ljós. Eða er hér ein- göngu um að ræða ádeilu á drengskapinn, þegar hann hefur brugðið sér í dálítið vafa- samt gervi? Eg held að sú sé raunin. Nor- dal segir (ísl. menn. bls. 195): „Dreng- skapurinn ber blóma sinn, þegar óbifanleg hreysti sveigist til mannúðar, frjálsir og fullvalda einstaklingar til skilnings á því, hvað nauðsynlegt sé til heilbrigðrar og frið- samlegrar sambúðar í mannlegu félagi.“ Þetta finnst mér hitta naglann beint á höfuðið. Þetta er Þorgils Arason, ein glæsi- legasta persóna Gerplu, drengskapurinn persónugerður, sá drengskapur, sem borið hefur hlóma sinn. Honum er það eitt kapps- mál að lifa mennsku lífi, frjáls og í friði, en fórnar þó engu af sóma sínum. Hann leggur ekkert í sölurnar en höndlar allt. Hann er vöxturinn, gróskan og friðsamlegt starf, hann er framtíðin. En hvað er Þorgeir að dómi höfundar? Hann er sá, sem hlaupizt hefur burt frá hinu „blómberandi lífi“, yfirgefið vettvang allrar sannrar lífshamingju en berst úr ein- um stað í annan með þann drengskap upp á vasann, sem ekki er notaður til annars en sýna öðrum, státa af, drengskap, sem hættur er að vera jákvætt, starfrænt afl innra með manninum sjálfum, en kominn í þjónustu skefjalausrar sérhyggju og sýndarmennsku, orðinn ólífrænn; helstefna holdi klædd. Þorgeir hlýtur því að tortímast, hann er fjandsamlegur lífinu, því, sem hann á já- kvætt í fari sínu, hefur hann beint í skakka átt; hann býr í gerviheimi með haldin augu gagnvart öllu nema ofstopa sínum, skefja- lausri löngun til að ráða yfir heiminum, upphefja sjálfan sig með því að koma öðr- um á kné. Þessi maður er nú hvað eftir annað í sög- unni sýndur mitt í grósku og friðsemd lífs- ins. Höfuð-andstæðurnar, sem hann verður 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.