Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 59
ÞORGEIR HÁVARSSON að slanda frammi fyrir, eru: Þorgils Ara- son, Þórdís í Ogri, paparnir á Irlandi, sveitafólkið í Normandí, en á ótalmörgum stöðum í sögunni er að finna tilbrigði Jiess þáttar hennar, stefs, þar sem liinu friðsæla, góða lífi er teflt gegn dauða og eyðingar- öflum. A bls. 28 segir Þorgils við Þorgeir, sem lætur í það skína, að kominn sé tírni til að hefna föðurvígsins: „Nennu vér og eigi að drepa fólk; er af sem var, að ófriður verði mönnum til framflutníngar." Og síðar á sömu bls.: „Ef þér eru leið svín, far ])á til að sjá unnið að selum eða hval skorinn; ellegar þar sem blásinn er rauði og gert til kola; eða gáttu þar sem verið er að smiðju, eru hér smiðir góðir. Þá höfu vér og fvrir- hugað að timbra Kristi kirkju." En þetta er ekki að skapi Þorgeirs, held- ur: „þann konung mun eg efla er af mestri grimd og hjartaprýði herjar sér ríki á Norð- urlöndum“ (bls. 32). Varla nokkurstaðar í sögunni afhjúpar skáldið eins átakanlega helstefnu Þorgeirs sem í kaflanum, þar sem Þorgeir ryðst um miðja nótt inn til þeirra Þórdísar og Þor- móðar heima í Ögri, er þau sitja einslega á tali uppi í skemmu Þórdísar. Fyrri hluti kaflans er hlýr og kyrrlátur, elskendurnir tala um þá miklu hamingju, sem bíður þeirra, en skyndilega hriktir í bæjarhúsun- um og „mátti heyra geingið um loftstigann stokkfreðnum skóm“ (bls. 94) og „Gestur sá er inn sté í loft meyarinnar var líkari sjókind en manni, sýldur allur af snjó og sæ- drifi, og gnast við húsið undan hófum hans“ (bls. 94). Lesandinn finnur kaldan gust fara um herbergið, þar sem þessi voveiflegi gestur hrifsar hamingjuna úr höndum Þórdísar og Þormóðar, sannarlega „sjónlaus, kaldur, daufur og rétt steindauður“ eins og þar stendur, enda kveður nú Þórdís upp dóms- orðið yfir Þorgeiri, bls. 95: „hún var nökt á geirvörtur og flóar hárið um axlir konunni, en eldur brennur henni úr augum í því er hún mælir við gestinn þessu orði: DauSa- maður“ (leturbreyting mín). Hvergi er innsta eðli persónunnar þjapp- að eins kyrfilega saman og í þessari yfir- lýsingu. Ekki er nóg með, að liann sé kaldur og hrakinn heldur er hann innra með sér frosinn og lífvana, því (bls. 95): „Sá maður sem hánga skal, og biður þess er upp ríði gálgatréð, fær eigi séð blómberanda líf.“ Og síðar í kaflanum segir stúlkan, bls. 96: „Mikil fúlmenska er það, að kjósa að fara um nótt í illfær veður að leita uppi úti- leguþjófa norður við Horn, brjóta skip und- ir sér og verða etinn af fiskum, heldren húa við hamíngju sína.“ En Þorgeir lætur sér ekki segjast. Hann heldur áfram að höggva, ekki til að gæta sóma síns í þjóðfélagi, þar sem hver og einn varð upp á eigin spýtur að verja landareign sína og búpening fyrir ágangi annarra, heggur ekki neinn til að halda uppi lögum og rétti, heldur vegur hann þá til að sýna, að hann eigi „allskostar við flesta menn í nokkrum stað“, vegur þá með sama hugar- fari og einræði og harðstjórn nú leggur und- ir sig lönd. Þegar hann hefur nóg að gert hér heima á íslandi, heldur hann utan. Dýpkar þá fljótt hinn harmræni undirtónn í sögu hans. Hann einangrast stöðugt rneira og meira úti í hinni annarlegu veröld, þar sem enginn hefur lengur áhuga á garpskap, en allir reyna að ota sínum tota og beita þeim með- ulum, sem að mestu gagni koma, hver svo sem þau eru. Og hugmyndaheimur manna, líka þeirra, sem ekki fara með vopni, reyn- ist frábrugðinn kenningum móður hans. í kaflanum um papana kemur Þorgeir manni fyrir sjónir sem umskiptingur, nær hvergi að skjóta rótum, útlönd móður hans voru aldrei jafn fjarri og nú, enda þótt hann sé kominn á vettvang þeirra hetjusagna, sem TÍMAIIIT MÁ1.S OC MENNINCAR 49 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.