Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 67
BRÚIN Á SLÉTTUNNI en rauða menju. Ef þér vilduð sem- sagt vera svo elskulegur. herra verk- fræðingur, að gera eitthvað í mál- inu ...“ Hann góndi á mig bláum auguin sínum, rétteinsog frávita inaður, og sagði: „Það var þó furðulegt. Það var þó sannarlega furðulegt atarna.“ Svo héldum við áfram að reisa brúna. Við reistum hana ekki með söng á vörum, og ekki af gleði; en okkur skildist, að þetta verk varð að vinna, og að vinnan er eðalborinn þáttur í lífi hvers manns. Við reistum brúna af hatri, í örvilnan og með löngun til að flýja þessa sléttu, sem svelgdi hjörtu okkar og sálir líkust risavaxinni fjölfætlu; okkur dreymdi aðeins eitt: að lífsbrautin heindi okkur aldrei aftur á þennan stað. Við bölvuðum gróflega; við vorum hætt- ir að tala — við gerðum okkur skilj- anlega með bölvi. Ef einhver okkar mælti á venjulegu máli, gláptu menn á liann öldungis grallaralausir. Kazi- mierz var þrunginn gremju, og bölv hans var hvað óheillavænlesrast. Yfir- burðina á vinnustaðnum öðlaðist þó Stefan: hann bölvaði í heila klukku- stund og fjórðungi betur. linnulaust. og án þess að endurtaka nokku’-f blótsvrðið; við kölluðum hann Brú- arspóann. — Kaminski uallasmiður var fyrir löneu búinn að glata von sinni um eilífa sáluhiálp og seldi póstmanninum þrjár bækur trúarlegs efnis fyrir kvartlítra af brennivíni. Ég setti saman brúnni til vegsemdar smákvæði eitt, er alltframá þennan dag gerir vissa tegund dónaskapar eftir Fredro karlinn að meinlausum barnagælum við samanburð. Við þráðum aðeins eitt: þann dag, er yrði okkar síðasti á þessum stað. Og brúnni varð lokið. Ekki höfð- um við samt neinn þrótt aflögu til að drekka okkur fulla, dansa eða syngja af því tilefni; þann dag bauð Kam- inski ekki einusinni góða nótt. Brúin var klædd gagnsæjum skrautdulum; skólabörn, sem komið var með á þrem vörubílum, hófu kórsöng; ræður voru haldnar, skorið á bandið, eimreiðarstjórinn kastaði blómvendi útum lestargluggann, og herhljómsveit — sem einnig hafði verið flutt þangað á vörubílum — spilaði í tíunda skipti einnogsama marsinn; kvikmyndatökumaður frá Vikufréttunum var ekki sem slvng- astur í meðferð vélar sinnar og sat sem fastast við brúargrindurnar eins- og köngurló í vef. Ungur maður frá útvarpinu mælti til áhevrenda gegn- um hljóðnemann: „Við lítum andlit þeirra, sem byggt hafa þessa brú. Þau eru full af sönnu stolti og gleði. Við sjáum þá úrvalsverkamenn og þá æsku, sem hefur vaxið og þroskazt við þessa brúarsmíð. Hvílíkur fjöldi með blóm í fanginu! Ef þið bara gætuð séð þetta; ef þið gætuð verið ásamt okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.