Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 70
FRIÐJON STEFANSSON Blóm AU mættust af tilviljun í gar'ðin- um hjá bekknum, heilsuðust. „Hvað er að frétta úr þeim fjar- lægu löndum,“ sagði hann og kipraði munnvikin í brosi. í kjarrinu til vinstri tístu smáfugl- ar — sungu um ástina — því að nú var vor og sól á lofti. Hann var þrítugt, óþekkt skáld, og skórnir hans mjög skældir, jafnvel bættir. Því krosslagði hann fæturna og kom þeim fyrir undir bekknum. Hins vegar var hann í nýjum sumar- fötum. Það var mikill viðburður í lífi hans að vera í nýjum fötum og jók stórum á sjálfsöryggi hans og vel- líðan. Hún var eitthvað yngri, fremur lagleg og snyrtilega búin. En þar eð hún var vön því að ganga vel til fara, hafði það ekki áhrif á sál hennar á þessum vordegi. Annað var það að hún var að koma úr vetrarlangri ut- anlandsdvöl. Hann liafði aldrei ver- ið erlendis. í vitund hennar var sú forfrömun þægilegt mótvægi gegn þeirri lotningu, sem hún bar ætíð fyr- ir vitsmunum hans og hæfileikum. Annars hafði hún líka borið við að yrkja, en þegar hún bar skáldskap sinn saman við það sem hún hafði séð af skáldskap lians, duldust henni ekki yfirburðir hans á þessu sviði. Og án þess hún léti það uppskátt fyr- ir öðrum eða jafnvel sjálfri sér var henni mikilvægt að geta mælt sig við hann á öðrum sviðum og haft betur. Þau höfðu verið í nánum kunnings- skap um skeið, allt þangað til fyrir tæpu ári síðan, að hann fékk skyndi- legan enda. Ef til vill var ástæða til þess. Það voru skoðanir hans á sam- bandi karls og konu. Eftir tali hans skildi hún þær eitthvað á þessa leið: Ást milli karls og konu er ekki til í þeirri merkingu, sem menn almennt leggja í það orð. Það er einungis ímyndun, sjálfsblekking, sem menn tóku að iðka fyrir nokkrum öldum síðan, sennilega til að réttlæta eitt- hvað, sem mönnum hefur fundizt þeir þurfa að réttlæta — hugtakarugling- ur, sem menn halda í enn þann dag í 60

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.