Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 70
FRIÐJON STEFANSSON Blóm AU mættust af tilviljun í gar'ðin- um hjá bekknum, heilsuðust. „Hvað er að frétta úr þeim fjar- lægu löndum,“ sagði hann og kipraði munnvikin í brosi. í kjarrinu til vinstri tístu smáfugl- ar — sungu um ástina — því að nú var vor og sól á lofti. Hann var þrítugt, óþekkt skáld, og skórnir hans mjög skældir, jafnvel bættir. Því krosslagði hann fæturna og kom þeim fyrir undir bekknum. Hins vegar var hann í nýjum sumar- fötum. Það var mikill viðburður í lífi hans að vera í nýjum fötum og jók stórum á sjálfsöryggi hans og vel- líðan. Hún var eitthvað yngri, fremur lagleg og snyrtilega búin. En þar eð hún var vön því að ganga vel til fara, hafði það ekki áhrif á sál hennar á þessum vordegi. Annað var það að hún var að koma úr vetrarlangri ut- anlandsdvöl. Hann liafði aldrei ver- ið erlendis. í vitund hennar var sú forfrömun þægilegt mótvægi gegn þeirri lotningu, sem hún bar ætíð fyr- ir vitsmunum hans og hæfileikum. Annars hafði hún líka borið við að yrkja, en þegar hún bar skáldskap sinn saman við það sem hún hafði séð af skáldskap lians, duldust henni ekki yfirburðir hans á þessu sviði. Og án þess hún léti það uppskátt fyr- ir öðrum eða jafnvel sjálfri sér var henni mikilvægt að geta mælt sig við hann á öðrum sviðum og haft betur. Þau höfðu verið í nánum kunnings- skap um skeið, allt þangað til fyrir tæpu ári síðan, að hann fékk skyndi- legan enda. Ef til vill var ástæða til þess. Það voru skoðanir hans á sam- bandi karls og konu. Eftir tali hans skildi hún þær eitthvað á þessa leið: Ást milli karls og konu er ekki til í þeirri merkingu, sem menn almennt leggja í það orð. Það er einungis ímyndun, sjálfsblekking, sem menn tóku að iðka fyrir nokkrum öldum síðan, sennilega til að réttlæta eitt- hvað, sem mönnum hefur fundizt þeir þurfa að réttlæta — hugtakarugling- ur, sem menn halda í enn þann dag í 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.