Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 73
BLÓM oft vel viðeigandi. Hví skyldi ég ekki mega nota það, enda þótt Kiljan hafi lagt einni sögupersónu sinni það í munn.“ „Alveg rétt, frændi, alveg rétt. Ertu ekki alltaf að skrifa?“ ,,Jú, jú, alltaf er maður eitthvað að pára. — Eg þarf annars að biðja þig að selja mér blómafræ — blandað sumarhlómafræ fyrir tíu krónur eða svo. Ég ætla nefnilega að rækta mér falleg sumarblóm.“ „Hvað segirðu? Blóm? Ætlarðu að fara að selja blóm?“ „Nei, vertu alls óhræddur, frændi, þú færð ekki samkeppni frá mér. Ég ætla að eiga blómin sjálfur,“ sagði skáldið og glotti. „Já, svoleiðis. Hefurðu garð?“ „Skáhallt. Eg þekki mann, sem hef- ur garð fyrir innan bæ, og hann ætlar að leigja mér hálft beð. Þar ætla ég að sá fræinu.“ ..Já, þú hefur svona gaman af blóm- um.“ „Mér finnst blóm falleg. Og flestum er okkur í blóð borið að vilja eiga það, sem er fallegt. Ég get að vísu fengið að sjá mikið af fallegum blóm- um, án þess að sá til þeirra — en ég á þau ekki. Þetta er hliðstætt því að vilja eiga fallega konu. Það vilja allir, enda þótt þeir geti daglega séð fagrar konur, sem þeir eiga ekki. En þeim er það ekki nóg, þeir vilja eiga þær. Eins er um mig. Ég vil eiga þau blóm, sem ég vona að komi upp af þessu fræi.“ Blómasalinn var aftur farinn að brosa. „Þið kunnið að koma orðum að því, skáldin,“ sagði hann, „þótt sumir ykkar séu skrýtnir fuglar. Hérna á ég ágætt sumarblómafræ á fimm krónur pakkann. Fá tvo?“ „Já, þakka þér fyrir. Gerðu svo vel.“ „En heyrðu, skáld, mætti ég ekki bjóða þér upp á kaffi með mér? Ég ætlaði einmitt að fara að fá mér ,kaffi.“ „Þakka þér fyrir, en því miður má ég ekki vera að því að þiggja það, ég er svo tímabundinn. En það er sama og þegið. Vertu blessaður.“ En rétt sem skáldið var að stíga út úr búðinni vildi því til að reka annan fótinn í þröskuldinn — og sólinn losn- aði, bögglaðist undir ilina og lufsað- ist síðan til í hverju spori. „Þetta er andstyggilegt skóbragð,“ sagði maðurinn við sjálfan sig, sár- gramur, um leið og hann leiddi þank- ann að því einu sinni enn, að ekki yrði komizt hjá því að fara að vinna sér fyrir nýjum skóm. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.