Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 73
BLÓM
oft vel viðeigandi. Hví skyldi ég ekki
mega nota það, enda þótt Kiljan hafi
lagt einni sögupersónu sinni það í
munn.“
„Alveg rétt, frændi, alveg rétt. Ertu
ekki alltaf að skrifa?“
,,Jú, jú, alltaf er maður eitthvað að
pára. — Eg þarf annars að biðja þig
að selja mér blómafræ — blandað
sumarhlómafræ fyrir tíu krónur eða
svo. Ég ætla nefnilega að rækta mér
falleg sumarblóm.“
„Hvað segirðu? Blóm? Ætlarðu
að fara að selja blóm?“
„Nei, vertu alls óhræddur, frændi,
þú færð ekki samkeppni frá mér. Ég
ætla að eiga blómin sjálfur,“ sagði
skáldið og glotti.
„Já, svoleiðis. Hefurðu garð?“
„Skáhallt. Eg þekki mann, sem hef-
ur garð fyrir innan bæ, og hann ætlar
að leigja mér hálft beð. Þar ætla ég að
sá fræinu.“
..Já, þú hefur svona gaman af blóm-
um.“
„Mér finnst blóm falleg. Og flestum
er okkur í blóð borið að vilja eiga
það, sem er fallegt. Ég get að vísu
fengið að sjá mikið af fallegum blóm-
um, án þess að sá til þeirra — en ég á
þau ekki. Þetta er hliðstætt því að
vilja eiga fallega konu. Það vilja allir,
enda þótt þeir geti daglega séð fagrar
konur, sem þeir eiga ekki. En þeim er
það ekki nóg, þeir vilja eiga þær. Eins
er um mig. Ég vil eiga þau blóm, sem
ég vona að komi upp af þessu fræi.“
Blómasalinn var aftur farinn að
brosa.
„Þið kunnið að koma orðum að
því, skáldin,“ sagði hann, „þótt sumir
ykkar séu skrýtnir fuglar. Hérna á ég
ágætt sumarblómafræ á fimm krónur
pakkann. Fá tvo?“
„Já, þakka þér fyrir. Gerðu svo
vel.“
„En heyrðu, skáld, mætti ég ekki
bjóða þér upp á kaffi með mér? Ég
ætlaði einmitt að fara að fá mér
,kaffi.“
„Þakka þér fyrir, en því miður má
ég ekki vera að því að þiggja það,
ég er svo tímabundinn. En það er
sama og þegið. Vertu blessaður.“
En rétt sem skáldið var að stíga út
úr búðinni vildi því til að reka annan
fótinn í þröskuldinn — og sólinn losn-
aði, bögglaðist undir ilina og lufsað-
ist síðan til í hverju spori.
„Þetta er andstyggilegt skóbragð,“
sagði maðurinn við sjálfan sig, sár-
gramur, um leið og hann leiddi þank-
ann að því einu sinni enn, að ekki
yrði komizt hjá því að fara að vinna
sér fyrir nýjum skóm.
63