Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 82
Umsagnir um bækur Þórbcrgur Þórðarson: Steinarnir tala Helgafell. 1956. itt sinn hér í fyrndinni birtist í Ið'unni sálugu ein raeiri háttar ádrepa: Lif• andi kristindómur og ég, eftir Þórberg Þórðarson. RitsmíS sú var svo löng, að skipta varð henni niður á tvö hefti. Eftir að fyrri hluti ritgerðarinnar var kominn út gerðist það, að blaðamaður einn tók mig tali og lét í ljós undrun sína yfir því, að tímaritið skyldi taka slíka ritsmíð, hún væri svo ómerkileg, að hún drægi ritið beinlínis niður, eins og hann orðaði það. Ég mun hafa svarað því til, að hann skyldi bíða með dóm sinn þar til ritgerðinni væri lokið, og skyldum við svo sjá til, hvort hann yrði sama sinnis þegar séð væri fyrir endann á henni. Það fór líka svo, að þessi kunningi minn sá ekki ástæðu til að árétta gagnrýni sína, þegar síðari hluti ádrep- unnar var kominn út. Þá var hann uppi í skýjunum af hrifningu. Hér á árunum skrifaði Þórbergur Þórð- arson ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar í sex bindum. Fyrsta bindið nefndi hann Fagurt mannlíf. Ég minnist þ:ss, að eftir lestur þessa fyrsta bindis leizt mér ekki meir eii svo vel á þetta fyrirtæki, og svo liygg ég að hafi verið um fleiri. Mun ég eitt sinn hafa látið það í ljós við söguritar- ann, að mér fyndist það jaðra við misbrúk á jafn-ágætum ritgáfum sem hans að eyða tíma og orku í það að setja saman slíka hók. Ekki svo að skilja, að bókin væri ekki frambærileg — að minnsta kosti ef hún væri skrifuð af einhverjum Jóni Jónssyni. En hitt varð naumast um hana sagt, að hún beinlínis heillaði lesandann, en því átti maður einmitt að venjast, þegar þessi höfundur var annars vegar. Svo liðu tímar, og bindin komu hvert af öðru. Og fyrir okkur, sem í fyrstu höfðum sýnt nokkurt fálæti, rann upp Ijós. Okkur fór að skiljast, að með fyrsta bindinu var ekki fullur skriður kominn á skútuna. Löngu áður en ævisögunni lauk var sýnt, að þarna var að skapast stórmerkilegt verk, einstakt á sínu sviði og flestum bók- um líklegra til langlífis. En nú er Þórbergur í alvöru tekinn til við sína eigin ævisögu, eins og hann hefur oftsinnis verið hvattur til að undanfömu. Og í þetta skipti byrjar hann á byrjuninni. Nú hefur hann skrifað bók um fagurt mannlíf í Suðursveit. Þetta er bók upp á ekki minna en tuttugu arkir, en samt finnst manni hann varia vera kominn af stað — að skútan sé hvergi nærri búin að ná fullum skriði. Ekki þarf að taka það fram, að bókin er hin frambærilegasta, lystilega skrifuð á köflum og víða glitr- andi af þórbergskum húmor. Bráðskemmti- leg er frásögnin af hinni þríefldu hrúð- kaupsveizlu að Breiðabólstað vorið 1886, sem höfundurinn af eðlilegum ástæðum var þó ekki viðstaddur („Nær hefði manni 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.