Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 85
UMSAGNIR UM BÆKUR yndisleik þeirrar tungu sem þær hafa fæðzt til — með þessa bók í höndum. Eg man hvernig mér varð sjálfum við þegar ég eign- aðist mína fyrstu ljóðabók 1940, Alfa kvöldsins — og gleymi því ekki. Guðnmndur Böðvarsson er gæddur þeim sjaldgæfa hæfileika að geta sungið 1 jóð sín inn í hug og hjarta lesandans. Og samtímis því að tungutak hans er eins og ljúf og heillandi tónlist, er texti Ijóða lians sprott- inn af þeim tilfinningum sem fara hezt í Ijóðrænum söng. I óði hans fellur hvað að öðru með eðlilegum og hrífandi hætti: orð og hljómur, þannig að á hvorugt hallar. Það liggur við að hægt sé að segja um Guðmúnd að hann sé jöfnum höndum sönglagahöfund- ur ljóða sinna og textahöfundur sönglaga sinna; að minnsta kosti virðist vafasamt að tónskáld geti bætt neinu við þá söngtöfra sem ljóðin búa yfir sjálf. (Mér kemur í hug Dsjambul gamli sem frá segir í Gerzka ævintýrinu og orli jafnóðum og hann sló dombruna.) Af öðrum ástæðum einnig hlýtur Guð- mundur Böðvarsson að verða þjóðinni hjart- fólginn: hann er með nokkrum hætti per- sónugervingur hennar og fulltrúi beztu eiginleikanna í skapgerð hennar. Hvað eft- ir annað þegar ég les Ijóð hans sé ég fyrir mér Ijóshærðan ungling í varpa sem horfir undrandi inn í þær víðáttur sem nýverið liafa opnazt skyggnum augum hans -— og hrella hann hæði og gleðja. í augum þessa unglings ljómar enn sá fögnuður sem jafn- an er heimanmundur heilhrigðrar æsku, sú fegurðarþrá sem síðar verður ómissandi inælistika á verðgildi allra hluta, sú eftir- vænting sem í fyllingu tímans verður skeleggasti andmælandi þess vanskapnaðar sem nefnir sig „guðs eigið sköpunarverk". I augum hans eru veðrabrigði þeirrar eftir- væntingar sem kemur of seint til leiks, sem sér skýjaborgir sínar hrundar áður en þær hafa eignazt staðfestu á jörð, sem sér niður í hyldýpin þar sem Atlantis sökk — í stað þess að mæta himinbláum augum sinnar dísar. Og hver stendur nær íslenzkum veruleik í dag en þessi unglingur? Þegar við sjáum augu hans dökkna og verða innhverf, lítum við einnig í eigin harm og sjáum æsku vora hverfa í ryki veg- arins eins og glataðan óskastein. Við stönd- um við hlið hans á varpanum sem enn er grænn, og horfum ráðþrota á tröllin glíma. Og okkur fer eins og honum: við heitum á alla góða vætti að veita lífinu fulltingi, við áköllum sólina, við förum í fylgd hans upp um heiðar og ása að leita lífgrasa. Og feginshugar og milli vonar og ótta snúum við aftur til að skýra ógæfusömu mannkyni frá draumi jarðarinnar — til að hughreysta okkur sjálf. Við föllum á kné við lilið lians, því orð hans eru fremur eins og bæn en boðskapur spámanns: I nótt urðu allar grundir grænar í dalnimi, því gróðursins drottinn kom sunnan af liafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og hláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. 0, hörn, mælli jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekki deilu- og drottnunargjörn. Hver kenndi yður, smávinir, inisskipting mömmunnar gjafa og að metast til dauða um hvern blett minna landa og liafa? ó, börn! 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.