Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR l'ann drauin he£ ég elskað að varðveita börn mín og blómstur í blessun og íriði, stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straum með jafn-háum rétti til vaxtar í vorinu bjarta, frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu bjarta þann draum. Svo góð er sú móðir liins skammvinna lífs er vér lifum í ljósi og skugga. I perludúk gróðursins þerrar hún barnanna blóð ógæfusömust af öllum himinsins stjörnum, en aldrei var samt nokkur móðir jafn frávita börnum svo góð. í dag strauk bún enn yfir enni mitt biæinjúkri hendi, í ástúð' og trega, og rödd hennar var eins og hljóðlátt og huggandi iag: Vertu rólegur, drengur minn, dagur og nótt skulu mætast, því draumar þíns hjarta í nótt, ó, þeir skulu rætast í dag. Dýpri og einlægari hljóm held ég að ekk- ert íslenzkt skáld hafi náð úr hörpu sinni á þessari öld. Skáld, sem með slíkum hætti Ijær tunguskornum og kviksettum tilfinn- ingum heillar kynslóðar guðamál sitt, hlýl- ur þjóðin að elska. Islenzk bændastétt má vera hreykin af því að hafa alið slíkan son sem Guðmund Böðvarsson. Dæmi iians sannar, svo ekki verður um villzt, að krónublöð íslenzkrar bændamenningar hefur enn ekki kalið og að rætur hennar liggja dýpra en nokkru sinni fyrr. ■— Að minnsta kosti í Borgarfirði ... Ilafðu þökk fyrir gjafir þínar, Guðmund- ur Böðvarsson. Hannes Sigfússon. Jón Dan: Þytur um nótt. Sögur. Heiinskringla 1956. Þegar „Ánamaðkar" birtust í þessu tíma- riti fyrir nokkrum árum, var auðséð, að Jón Dan kunni vel til verks, en með verðlaunasögu Helgafells í hittiðfyrra sett- ist hann umsvifalaust á bekk með þeim, sem beztar skrifa smásögur á voru landi. Og nú eru tíu sögur eftir hann komnar í eina bók. Margt er gott um þessa bók, og þó veldur iiún nokkrum vonbrigðum. En hvaða sann- girni er líka í þeirri kröfu, að höfundur geri ævinlega eins vel eða betur en vitað er að liann hefur gert áður? „Kaupverð gæf- unnar“ ber af öðrum sögum bókarinnar eins og gull af eiri. Hún er prýdd flestum kostum góðrar smásögu, formið knappt, þráðurinn æsilegur; sálfræðilega sönn, óve- fengjanlega mannleg. Hver er sá faðir, sem ekki setur sig í spor lögregluþjónsins við lestur þessarar sögu? Lítum annars á sögurnar í nokkurnveg- inn réttri röð. „Blautu engjarnar í Brokey" er vel skrifuð, en samt hvorki fugl né fisk- ur. Það má vel líta á hana sem stflæfingu og stemningu, en varla heila sögu. — Um „Leiksoppa" vil ég sem minnst segja. Eg á enn bágt með að trúa því, að höfundur beztu sögunnar í þessari bók láti annað eins ganga á þrykk. — „Álfur“ er skemmtileg tilraun til þess að umsemja þjóðsögu eða „adaptera“ hana, eins og það er nefnt, þeg- ar t. d. forngrísk leikrit eru soðin upp af nútímahöfundum. Ég býzt ekki við, að Jóni Dan hafi tekizt það sem skyldi í þetta sinn, hvorki í þessari sögu né „Sjö dagleiðum", 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.